Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælalöggjöf
Skoðun 18. júní 2019

Matvælalöggjöf

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson þingmenn Framsóknarflokksins.
Fyrir tíu árum var  matvælalöggjöf EES innleidd á Íslandi. Tilgangur matvælalöggjafar EES er að tryggja gæði og öryggi matvæla og stöðu neytenda.  Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. 
 
Varnir tryggðar
 
Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. 
 
Undir þetta taka fjölmargir sérfræðingar á sviði  sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Við afgreiðslu lagabreytinga um innflutning ferskra matvæla náðist góð samvinna í atvinnuveganefnd sem skilaði niðurstöðu sem rímar vel við landbúnaðarkafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.  Þar segir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum en auk þess boðar ríkisstjórnin metnaðarfull áform í loftslagsmálum. 
 
Aðgerðaráætlun um heilnæm matvæli
 
Afgreiðsla nefndarinnar skilaði þingsályktunartillögu sem felur í sér 17 aðgerðir til að tryggja heilnæm matvæli og vernd búfjárstofna hér á landi. Þar kveður á um bann við dreifingu kjöts sem inniheldur kamfýlobakter og salmonellu og aðgerðir til að koma í veg fyrir  dreifingu matvæla sem innhalda sýklalyfjaónæmar bakteríur. 
 
 Í aðgerðaráætluninni er mikilvægi þess að setja á fót og virkja áhættumatsnefnd undirstrikað og ætla má að hún taki til starfa á næstu dögum. Þá er mælt fyrir um átak í merkingu matvæla auk þess sem bæta á upplýsingagjöf til ferðamanna. 
 
Framsókn  mun ekki liggja á liði sínu í eftirfylgni áætlunarinnar og einstakra aðgerða, enda er það forsenda fyrir aðgangi neytenda að heilnæmum matvælum og að heilbrigði búfjár sé tryggt hér á landi. 
 
 
 
 
Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson þingmenn Framsóknarflokksins.
Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...