Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælalöggjöf
Skoðun 18. júní 2019

Matvælalöggjöf

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson þingmenn Framsóknarflokksins.
Fyrir tíu árum var  matvælalöggjöf EES innleidd á Íslandi. Tilgangur matvælalöggjafar EES er að tryggja gæði og öryggi matvæla og stöðu neytenda.  Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. 
 
Varnir tryggðar
 
Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. 
 
Undir þetta taka fjölmargir sérfræðingar á sviði  sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Við afgreiðslu lagabreytinga um innflutning ferskra matvæla náðist góð samvinna í atvinnuveganefnd sem skilaði niðurstöðu sem rímar vel við landbúnaðarkafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.  Þar segir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum en auk þess boðar ríkisstjórnin metnaðarfull áform í loftslagsmálum. 
 
Aðgerðaráætlun um heilnæm matvæli
 
Afgreiðsla nefndarinnar skilaði þingsályktunartillögu sem felur í sér 17 aðgerðir til að tryggja heilnæm matvæli og vernd búfjárstofna hér á landi. Þar kveður á um bann við dreifingu kjöts sem inniheldur kamfýlobakter og salmonellu og aðgerðir til að koma í veg fyrir  dreifingu matvæla sem innhalda sýklalyfjaónæmar bakteríur. 
 
 Í aðgerðaráætluninni er mikilvægi þess að setja á fót og virkja áhættumatsnefnd undirstrikað og ætla má að hún taki til starfa á næstu dögum. Þá er mælt fyrir um átak í merkingu matvæla auk þess sem bæta á upplýsingagjöf til ferðamanna. 
 
Framsókn  mun ekki liggja á liði sínu í eftirfylgni áætlunarinnar og einstakra aðgerða, enda er það forsenda fyrir aðgangi neytenda að heilnæmum matvælum og að heilbrigði búfjár sé tryggt hér á landi. 
 
 
 
 
Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson þingmenn Framsóknarflokksins.
Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...