Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breyting verður á eftirliti með matvælum og hollustuháttum.
Breyting verður á eftirliti með matvælum og hollustuháttum.
Fréttir 26. október 2023

Matvælaeftirlit yrði á ábyrgð MAST

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heilbrigðiseftirlit munu færast til stofnana ríkisins verði að tillögum starfshóps um fyrirkomu lag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.

Það er niðurstaða skýrslu sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðaði til kynningar um málefnið sl. þriðjudag.

Tillagan felur í sér að allt eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum ásamt matvælaeftirliti verði hjá stofnunum ríkisins. Í dag er dagleg framkvæmd eftirlitsins að verulegum hluta í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga en meginábyrgð á framkvæmd og samræming hjá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.

„Það er ljóst eftir mörg og ítarleg samtöl við aðila sem eftirlitið snertir frá ýmsum hliðum að ósamræmi í framkvæmd eftirlits er of mikið, stjórnsýsla er of flókin og yfirsýn skortir,“ segir í skýrslunni.

Í tillögu starfshópsins er hins vegar gert ráð fyrir því að ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfisstofnunar og eftirlit með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Telur hópurinn að sú sviðsmynd sé líklegust til að tryggja nauðsynlega samræmingu, að því er fram kemur í skýrslunni.

Þar kemur jafnframt fram að horft hafi verið til byggðarsjónarmiða varðandi mögulega færslu verkefna frá sveitarfélögum til ríkisstofnana. „Að því gefnu að starfsfólk sem nú sinnir opinberu eftirliti hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga fái forgang um störf hjá miðlægum eftirliststofnunum telur starfshópurinn þá hættu vera óverulega að opinberum störfum á landbyggðinni fækki.“

Skylt efni: matvælaeftirlit

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...