Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breyting verður á eftirliti með matvælum og hollustuháttum.
Breyting verður á eftirliti með matvælum og hollustuháttum.
Fréttir 26. október 2023

Matvælaeftirlit yrði á ábyrgð MAST

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heilbrigðiseftirlit munu færast til stofnana ríkisins verði að tillögum starfshóps um fyrirkomu lag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.

Það er niðurstaða skýrslu sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðaði til kynningar um málefnið sl. þriðjudag.

Tillagan felur í sér að allt eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum ásamt matvælaeftirliti verði hjá stofnunum ríkisins. Í dag er dagleg framkvæmd eftirlitsins að verulegum hluta í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga en meginábyrgð á framkvæmd og samræming hjá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.

„Það er ljóst eftir mörg og ítarleg samtöl við aðila sem eftirlitið snertir frá ýmsum hliðum að ósamræmi í framkvæmd eftirlits er of mikið, stjórnsýsla er of flókin og yfirsýn skortir,“ segir í skýrslunni.

Í tillögu starfshópsins er hins vegar gert ráð fyrir því að ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfisstofnunar og eftirlit með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Telur hópurinn að sú sviðsmynd sé líklegust til að tryggja nauðsynlega samræmingu, að því er fram kemur í skýrslunni.

Þar kemur jafnframt fram að horft hafi verið til byggðarsjónarmiða varðandi mögulega færslu verkefna frá sveitarfélögum til ríkisstofnana. „Að því gefnu að starfsfólk sem nú sinnir opinberu eftirliti hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga fái forgang um störf hjá miðlægum eftirliststofnunum telur starfshópurinn þá hættu vera óverulega að opinberum störfum á landbyggðinni fækki.“

Skylt efni: matvælaeftirlit

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...