Matur prentaður í þrívídd
Hópur vísinda- og tæknimanna við háskólann í Galway á Írlandi hefur undanfarið unnið að smíði þrívíddarprentara sem prentar mat.
„Blekkið“ í prentarann er unnið úr þurrkuðu og muldu sjávarþangi og skordýrum. Talsmaður teymisins segir að skili prentarinn tilætluðum árangri sé um byltingu að ræða og að með honum verið hægt að veita neyðaraðstoð mun fyrr en með matarsendingum þar sem hennar er þörf. Auk þess sem prentarar sem þessir kæmu að gagni í löngum geimferðum.
Við prentun er duftinu blanda saman við bindiefni, til dæmis hnetusmjör eða súkkulaði þannig að úr verður næringarrík blanda sem móta má að vild.