Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum
Fréttir 15. september 2015

Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út af ströndum Norður-Ítalíu er verið að gera tilraunir með að rækta matjurtir í litlum gróður­húsablöðrum neðansjávar. Verkefnið kallast Nemógarðarnir.

Blöðrunnar eða gróðurhúsin eru fest við sjávarbotninn þannig að þau haldast á um átta metra dýpi eftir að dælt hefur verið í þau lofti. Verkefnið sem kallast Nemógarðarnir er unnið í samvinnu kafara og garðyrkjufræðinga.

Verkefnið var sett á laggirnar árið 2012 og í dag eru ræktunarblöðrurnar sjö og í þeim eru ræktuð jarðarber, kryddjurtir og salat. Þar sem verkefnið er enn á tilraunastigi er ekki um neina stórræktun að ræða enda ekki pláss fyrir nema 22 plöntur í hverri blöðru.

Í fyrstu fór langur tími í að hanna blöðrurnar og velja hvaða efni ætti að nota í þær. Núverandi hönnun lofar góðu og segja talsmenn tilraunanna að kominn sé tími til að stækka þær og auka þannig ræktunina.

Rannsóknir sýna að plöntur, að þörungum undanskildum, þurfa ljós af ákveðinni bylgjulengd sem eyðist út neðan við tíu metra dýpi í sjó. Hugmyndin um að nota blöðrur fyrir ræktun neðansjávar er því byltingarkennd og leysir það vandamál að þurfa að notast við raflýsingu.

Aðstandendur tilraunarinnar segja að þær lofi góðu og ekki leiki nokkur vafi á að neðansjávargarðyrkja eigi eftir að aukast í framtíðinni á sama tíma og fólki fjölgar og land til ræktunar minnkar.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...