Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum
Fréttir 15. september 2015

Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út af ströndum Norður-Ítalíu er verið að gera tilraunir með að rækta matjurtir í litlum gróður­húsablöðrum neðansjávar. Verkefnið kallast Nemógarðarnir.

Blöðrunnar eða gróðurhúsin eru fest við sjávarbotninn þannig að þau haldast á um átta metra dýpi eftir að dælt hefur verið í þau lofti. Verkefnið sem kallast Nemógarðarnir er unnið í samvinnu kafara og garðyrkjufræðinga.

Verkefnið var sett á laggirnar árið 2012 og í dag eru ræktunarblöðrurnar sjö og í þeim eru ræktuð jarðarber, kryddjurtir og salat. Þar sem verkefnið er enn á tilraunastigi er ekki um neina stórræktun að ræða enda ekki pláss fyrir nema 22 plöntur í hverri blöðru.

Í fyrstu fór langur tími í að hanna blöðrurnar og velja hvaða efni ætti að nota í þær. Núverandi hönnun lofar góðu og segja talsmenn tilraunanna að kominn sé tími til að stækka þær og auka þannig ræktunina.

Rannsóknir sýna að plöntur, að þörungum undanskildum, þurfa ljós af ákveðinni bylgjulengd sem eyðist út neðan við tíu metra dýpi í sjó. Hugmyndin um að nota blöðrur fyrir ræktun neðansjávar er því byltingarkennd og leysir það vandamál að þurfa að notast við raflýsingu.

Aðstandendur tilraunarinnar segja að þær lofi góðu og ekki leiki nokkur vafi á að neðansjávargarðyrkja eigi eftir að aukast í framtíðinni á sama tíma og fólki fjölgar og land til ræktunar minnkar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...