Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum
Fréttir 15. september 2015

Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út af ströndum Norður-Ítalíu er verið að gera tilraunir með að rækta matjurtir í litlum gróður­húsablöðrum neðansjávar. Verkefnið kallast Nemógarðarnir.

Blöðrunnar eða gróðurhúsin eru fest við sjávarbotninn þannig að þau haldast á um átta metra dýpi eftir að dælt hefur verið í þau lofti. Verkefnið sem kallast Nemógarðarnir er unnið í samvinnu kafara og garðyrkjufræðinga.

Verkefnið var sett á laggirnar árið 2012 og í dag eru ræktunarblöðrurnar sjö og í þeim eru ræktuð jarðarber, kryddjurtir og salat. Þar sem verkefnið er enn á tilraunastigi er ekki um neina stórræktun að ræða enda ekki pláss fyrir nema 22 plöntur í hverri blöðru.

Í fyrstu fór langur tími í að hanna blöðrurnar og velja hvaða efni ætti að nota í þær. Núverandi hönnun lofar góðu og segja talsmenn tilraunanna að kominn sé tími til að stækka þær og auka þannig ræktunina.

Rannsóknir sýna að plöntur, að þörungum undanskildum, þurfa ljós af ákveðinni bylgjulengd sem eyðist út neðan við tíu metra dýpi í sjó. Hugmyndin um að nota blöðrur fyrir ræktun neðansjávar er því byltingarkennd og leysir það vandamál að þurfa að notast við raflýsingu.

Aðstandendur tilraunarinnar segja að þær lofi góðu og ekki leiki nokkur vafi á að neðansjávargarðyrkja eigi eftir að aukast í framtíðinni á sama tíma og fólki fjölgar og land til ræktunar minnkar.

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...