Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matís á menningarnótt
Mynd / Matís
Líf&Starf 22. ágúst 2014

Matís á menningarnótt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á Menningarnótt ætlar Matís standa fyrir kynningu á nýjum matvælum sem gestum menningarnætur býðst að smakka. Nýjungarnar eru afrakstur nýsköpunar- og vöruþróunar verkefnisins „Nýsköpun í norræna lífhagkerfinu“.

Verkefnið er eitt af megin verkefnum „Nordbio“ sem er hluti af formennskuáætlun Íslands, en Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið fjallar um nýsköpun í lífhagkerfinu þ.m.t. matvælaframleiðslu og framleiðslu á lífmassa með sjálfbærni að leiðarljósi.

Fyrsti hluti verkefnisins fólst í að aðstoða matvælaframleiðendur við þróun á nýjum matvörum. Matís auglýsti í vor eftir hugmyndum að nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Mikill áhugi skilaði sér í að tæplega 80 frumkvöðlar sóttu um aðstoð og fengu um 40 þeirra sérfræðiaðstoð m.a. frá Matís við vöruþróun.

Á Menningarnótt gefst gestum og gangandi tækifæri til að smakka á framleiðslu tveggja íslenskra frumkvöðla og kynna sér norrænt samstarf, sem utanríkisráðuneytið sinnir:

Perlubygg (úrvalsbygg í fína matseld) frá Móðir Jörð á Vallanesi. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari ætlar að matbúa girnilegan rétt úr perlubygginu.

BE juicy (lífrænt vottað duft úr káli til safagerðar) hægt verður að smakka BE juicy boozt. 

Kynningin verður haldin í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 4. hæð, milli klukkan 14:00 og 17:00.

 

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.