Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matís á menningarnótt
Mynd / Matís
Líf&Starf 22. ágúst 2014

Matís á menningarnótt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á Menningarnótt ætlar Matís standa fyrir kynningu á nýjum matvælum sem gestum menningarnætur býðst að smakka. Nýjungarnar eru afrakstur nýsköpunar- og vöruþróunar verkefnisins „Nýsköpun í norræna lífhagkerfinu“.

Verkefnið er eitt af megin verkefnum „Nordbio“ sem er hluti af formennskuáætlun Íslands, en Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið fjallar um nýsköpun í lífhagkerfinu þ.m.t. matvælaframleiðslu og framleiðslu á lífmassa með sjálfbærni að leiðarljósi.

Fyrsti hluti verkefnisins fólst í að aðstoða matvælaframleiðendur við þróun á nýjum matvörum. Matís auglýsti í vor eftir hugmyndum að nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Mikill áhugi skilaði sér í að tæplega 80 frumkvöðlar sóttu um aðstoð og fengu um 40 þeirra sérfræðiaðstoð m.a. frá Matís við vöruþróun.

Á Menningarnótt gefst gestum og gangandi tækifæri til að smakka á framleiðslu tveggja íslenskra frumkvöðla og kynna sér norrænt samstarf, sem utanríkisráðuneytið sinnir:

Perlubygg (úrvalsbygg í fína matseld) frá Móðir Jörð á Vallanesi. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari ætlar að matbúa girnilegan rétt úr perlubygginu.

BE juicy (lífrænt vottað duft úr káli til safagerðar) hægt verður að smakka BE juicy boozt. 

Kynningin verður haldin í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 4. hæð, milli klukkan 14:00 og 17:00.

 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...