Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Mynd / Bbl.
Fréttir 9. ágúst 2018

Matfugl stækkar kjúklingabú

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við erum að horfa til framtíðar,“ segir Sveinn V. Jónsson, fram­kvæmdastjóri Matfugls, en félagið áformar að stækka kjúklingabú sitt að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit. Þar eru nú um það bil 80 þúsund eldisrými, en hugmyndir Matfugls ganga út á stækkun upp í um 190 þúsund eldisrými.
 
Sveinn segir að unnið sé að umhverfismati  vegna stækkun­arinnar, frummatsskýrsla sé tilbúin og er hún þessar vikurnar í kynningu. „Þetta tekur allt sinn tíma, en við stefnum á að hefjast handa á næsta ári, gætum líkast til byrjað næsta vor,“ segir hann. „Þetta kostar allt umtalsverða fjármuni,“ segir Sveinn spurður út í kostnað við framkvæmdirnar. 
 
Söluaukning og ágætis jafnvægi í greininni
 
Til stendur að byggja fjögur ný hús að Hurðarbaki þar sem Matfugl er með sína starfsemi, um 1.800 fermetrar hvert um sig. Núverandi starfsemi fer fram í tveimur 2.500 fermetra húsum. „Það hefur undanfarin ár verið aukning í sölu og ágætis jafnvægi í greininni, framleiðsla og sala hafa haldist vel í hendur. Við erum með þessum stækkunaráformum að horfa fram í tímann. Fyrirtækið hefur stækkað umtalsvert undanfarinn áratug og við sjáum fram á að svo verði áfram þegar horft er til næstu tíu ára,“ segir Sveinn. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...