Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 9. desember 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Út er komin Norræna tölfræði­bókin fyrir árið 2014 (Nordic Statistical Yearbook). Í bókinni er að finna margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna, þar á meðal á verðlagi.

Litið er bæði til verðlags á mat og allri vöru og þjónustu sem er innifalinn í þjóðarframleiðslu (GDP). Samanburðurinn er gerður með vísitölum verðhlutfalla sem sýna hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum.  Til samanburðar er meðalverðlag í 27 ESB (án Króatíu) sett sem 100. Byggt er á því verði sem neytendur greiða fyrir vörur og þjónustu að virðisaukaskatti og öðrum sköttum meðtöldum. 

Matarverð á Norðurlöndum og meðalverðlag  í 27 ESB-löndum. Smellið á myndina ti að stækka.

Matvörur eru sérstaklega dýrar í Noregi og Danmörku. Árið 2013 var verðlag á matvörum 75% hærri í Noregi og 36% hærra í Danmörku en að meðaltali í ESB27. Matvörur voru hins vegar ódýrastar á Íslandi.
Minni munur er á verðlagi á Norðurlöndunum og ESB27 þegar litið er til heildarverðlags á vörum og þjónustu. Aftur er verðlag lægst á Íslandi en hér var verðlag 13% hærra en í ESB27. Aftur á móti var verðlag í Noregi hæst, 54% hærra en í ESB27.

Til glöggvunar fylgir mynd með samanburði á verðlagi árið 2012 í löndunum 5 við verðlag í ESB27 en eins og fyrr segir er samanburðurinn í Norrænu tölfræðibókinni fyrir árið 2013. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...