Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 9. desember 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Út er komin Norræna tölfræði­bókin fyrir árið 2014 (Nordic Statistical Yearbook). Í bókinni er að finna margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna, þar á meðal á verðlagi.

Litið er bæði til verðlags á mat og allri vöru og þjónustu sem er innifalinn í þjóðarframleiðslu (GDP). Samanburðurinn er gerður með vísitölum verðhlutfalla sem sýna hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum.  Til samanburðar er meðalverðlag í 27 ESB (án Króatíu) sett sem 100. Byggt er á því verði sem neytendur greiða fyrir vörur og þjónustu að virðisaukaskatti og öðrum sköttum meðtöldum. 

Matarverð á Norðurlöndum og meðalverðlag  í 27 ESB-löndum. Smellið á myndina ti að stækka.

Matvörur eru sérstaklega dýrar í Noregi og Danmörku. Árið 2013 var verðlag á matvörum 75% hærri í Noregi og 36% hærra í Danmörku en að meðaltali í ESB27. Matvörur voru hins vegar ódýrastar á Íslandi.
Minni munur er á verðlagi á Norðurlöndunum og ESB27 þegar litið er til heildarverðlags á vörum og þjónustu. Aftur er verðlag lægst á Íslandi en hér var verðlag 13% hærra en í ESB27. Aftur á móti var verðlag í Noregi hæst, 54% hærra en í ESB27.

Til glöggvunar fylgir mynd með samanburði á verðlagi árið 2012 í löndunum 5 við verðlag í ESB27 en eins og fyrr segir er samanburðurinn í Norrænu tölfræðibókinni fyrir árið 2013. 

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...