Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Fréttir 19. mars 2018

Matarsóun minnkaði um 57% á milli ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í samræmi við sjálfbærnisstefnu Hótels Fljótshlíðar þá hafa starfsmenn mælt lífrænan úrgang í nokkur tíma, sett sér markmið og innleitt verklag  til að draga úr matarsóun hótelsins. 
 
„Já, við settum okkur það markmið fyrir árið 2017 að draga úr matarsóun um 25% á milli ára. Niðurstöður liggja nú fyrir og það kom okkur ánægjulega á óvart að þær aðgerðir sem við gripum til leiddu til þess að matarsóun fyrir hvern gest var hvorki meira né minna en 57% minni árið 2017 miðað við árið á undan,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstjóri, hæstánægð með árangurinn.
 
Sofna ekki á verðinum
 
Arndís Soffía segir að margt hafi verið gert á hótelinu til að draga úr matarsóuninni. „Fyrst þurftum við að komast að því hvar við stæðum með mælingum. Þá tók við markmiðssetning, fræðsla til starfsfólks og hvatning til gesta til að draga úr sóun. Við tókum innkaupin okkar í gegn og framsetningu hlaðborða. 
 
Arndís Soffía Sigurðardóttir, hótelstjóri og einn eigenda hótelsins.
Margs konar verklag í eldhúsi var innleitt til að sporna við sóun. Þá er stór þáttur í þessum árangri nýtt skipulag á kælum og birgðum sem veitti betri yfirsýn. Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa markmið til að keppa að og vera sífellt að leita nýrra leiða til að draga úr sóuninni, reyna að sofna ekki á verðinum,“ segir Arndís Soffía og leggur áherslu á að allir starfsmenn voru tilbúnir að vinna að verkefninu og ná tilsettu markmiði sem tókst. 

Skylt efni: Hótel Fljótshlíð

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...