Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Fréttir 19. mars 2018

Matarsóun minnkaði um 57% á milli ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í samræmi við sjálfbærnisstefnu Hótels Fljótshlíðar þá hafa starfsmenn mælt lífrænan úrgang í nokkur tíma, sett sér markmið og innleitt verklag  til að draga úr matarsóun hótelsins. 
 
„Já, við settum okkur það markmið fyrir árið 2017 að draga úr matarsóun um 25% á milli ára. Niðurstöður liggja nú fyrir og það kom okkur ánægjulega á óvart að þær aðgerðir sem við gripum til leiddu til þess að matarsóun fyrir hvern gest var hvorki meira né minna en 57% minni árið 2017 miðað við árið á undan,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstjóri, hæstánægð með árangurinn.
 
Sofna ekki á verðinum
 
Arndís Soffía segir að margt hafi verið gert á hótelinu til að draga úr matarsóuninni. „Fyrst þurftum við að komast að því hvar við stæðum með mælingum. Þá tók við markmiðssetning, fræðsla til starfsfólks og hvatning til gesta til að draga úr sóun. Við tókum innkaupin okkar í gegn og framsetningu hlaðborða. 
 
Arndís Soffía Sigurðardóttir, hótelstjóri og einn eigenda hótelsins.
Margs konar verklag í eldhúsi var innleitt til að sporna við sóun. Þá er stór þáttur í þessum árangri nýtt skipulag á kælum og birgðum sem veitti betri yfirsýn. Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa markmið til að keppa að og vera sífellt að leita nýrra leiða til að draga úr sóuninni, reyna að sofna ekki á verðinum,“ segir Arndís Soffía og leggur áherslu á að allir starfsmenn voru tilbúnir að vinna að verkefninu og ná tilsettu markmiði sem tókst. 

Skylt efni: Hótel Fljótshlíð

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...