Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matarmarkaður á Facebook
Mynd / TB
Fréttir 16. maí 2017

Matarmarkaður á Facebook

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búið er að stofna Matarmarkað á Facebook sem hefur það markmið að efla milliliðalaus viðskipti á milli framleiðenda og viðskiptavina. Framleiðendur geta auglýst vörur sínar og viðskiptavinir geta pantað vörurnar í ummælum undir auglýsingunni.

Fyrirkomulagið er að norrænni fyrirmynd en t.d. hefur þessi viðskiptaleið breiðst hratt út í Finnlandi undir nafninu REKO. Reko gengur út á að búa til tengslanet á Facebook þar sem seljendur og kaupendur hafa milliliðalaus viðskipti. Smáframleiðendur, matarfrumkvöðlar, veitingahús og bændur sem selja beint frá býli eru áberandi á Reko.

Af hverju matarmarkaður á Facebook?

Þann 20. mars síðastliðinn stóðu matarfrumkvöðlar og Matarauður Íslands fyrir opnum fundi þar sem framleiðendur, veitingamenn, heildsalar og aðrir sem tengjast matvælageiranum komu saman. Í umræðum kom fram að það þyrfti að efla milliliðalaus viðskipti og auka yfirsýn um framboð bænda og annarra framleiðenda á vörum beint frá býli eða smáframleiðslu. Einnig þyrfti að vera vettvangur fyrir veitingamenn, verslanir og neytendur til að ná í þessar vörur.

Ekki er víst að milliliðalaus viðskipti henti öllum en með því að nýta sér Facebook þá geta framleiðendur mögulega lækkað viðskiptakostnað og tekið á móti pöntunum fyrirfram. Það auðveldar skipulagningu í framleiðslunni.  

Hvernig virkar matarmarkaðurinn?

Matarmarkaðurinn virkar líkt og hefðbundinn matarmarkaður, nema að viðskiptavinir panta og ganga frá viðskiptum í gegnum Facebook-hóp. Þegar viðskiptin eru komin á þá sammælast aðilar um afhendingarmáta og afhendingarstað. Til þess að einfalda afhendingarferlið þá býður hópurinn upp á afhendingar í Sjávarklasanum í Reykjavík á milli 14:00 og 16:00 á föstudögum. Í staðinn fyrir að framleiðendur þurfi að koma aðföngum á hefðbundinn matarmarkað upp von og óvon um að allt seljist þá mæta seljendur einungis með þær vörur sem búið er að panta. Þannig verður minna um rýrnun og viðskiptakostnaðurinn í lágmarki.

Hópurinn var stofnaður af frumkvöðlinum Inga Birni Sigurðssyni og verkefninu Matarauður Íslands. Markmiðið er að sögn þeirra að efla íslenska framleiðslu með því koma á milliliðalausum samskiptum við viðskiptavini. Allir Facebook-notendur geta selt sínar vörur endurgjaldslaust og hópurinn er öllum opinn.  

Slóðin á Matarmarkað á Facebook

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...