Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matarkistan Harðangursfjörður
Mynd / EHG
Líf&Starf 1. nóvember 2016

Matarkistan Harðangursfjörður

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Matarmenningarhátíðin Hard­anger Matkultur­festival í Eidfjord í Noregi var haldin dagana 14.– 16. október síðastliðinn þar sem matur og menning var í hávegum haft. Var þetta í 11. sinn sem hátíðin var haldin og þemað að þessu sinni var Matarsvæðið Harðangursfjörður. 
 
Hér hittast mataráhuga- og menningarmenn sem upphefja gamlar svæðisbundnar venjur ásamt handverkshefðum. 
 
Dagskrá hátíðarinnar var hin glæsilegasta en samhliða henni var á laugardeginum haldin bjórhátíð þar sem bruggað var í tjaldi á staðnum, haldnir fyrirlestrar um leyndardóma hins góða öls og kennd aðferð við hefðbundna heimabruggun. Að öðru leyti var meðal annars boðið upp á námskeið í osta- og gerjunargerð, kvöldverður með Michelin-kokkunum Torsten Vildgaard frá veitingastaðnum STUD!O og Christopher Haatuft frá Lysverket í Bergen, víkingamarkaður var á svæðinu, slátrun á sauðfé, silungur var reyktur á staðnum að ógleymdum þeim tæpum 30 framleiðendunum sem sýndu og seldu vörur sínar á hátíðinni.
Vert framlag til að minna á og upphefja það áhugaverða og góða sem bændur og smáframleiðendur eru að fást við í matarkistunni Harðangursfirði.

16 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...