Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matarkistan Harðangursfjörður
Mynd / EHG
Líf&Starf 1. nóvember 2016

Matarkistan Harðangursfjörður

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Matarmenningarhátíðin Hard­anger Matkultur­festival í Eidfjord í Noregi var haldin dagana 14.– 16. október síðastliðinn þar sem matur og menning var í hávegum haft. Var þetta í 11. sinn sem hátíðin var haldin og þemað að þessu sinni var Matarsvæðið Harðangursfjörður. 
 
Hér hittast mataráhuga- og menningarmenn sem upphefja gamlar svæðisbundnar venjur ásamt handverkshefðum. 
 
Dagskrá hátíðarinnar var hin glæsilegasta en samhliða henni var á laugardeginum haldin bjórhátíð þar sem bruggað var í tjaldi á staðnum, haldnir fyrirlestrar um leyndardóma hins góða öls og kennd aðferð við hefðbundna heimabruggun. Að öðru leyti var meðal annars boðið upp á námskeið í osta- og gerjunargerð, kvöldverður með Michelin-kokkunum Torsten Vildgaard frá veitingastaðnum STUD!O og Christopher Haatuft frá Lysverket í Bergen, víkingamarkaður var á svæðinu, slátrun á sauðfé, silungur var reyktur á staðnum að ógleymdum þeim tæpum 30 framleiðendunum sem sýndu og seldu vörur sínar á hátíðinni.
Vert framlag til að minna á og upphefja það áhugaverða og góða sem bændur og smáframleiðendur eru að fást við í matarkistunni Harðangursfirði.

16 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...