Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matarkistan Harðangursfjörður
Mynd / EHG
Fólk 1. nóvember 2016

Matarkistan Harðangursfjörður

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Matarmenningarhátíðin Hard­anger Matkultur­festival í Eidfjord í Noregi var haldin dagana 14.– 16. október síðastliðinn þar sem matur og menning var í hávegum haft. Var þetta í 11. sinn sem hátíðin var haldin og þemað að þessu sinni var Matarsvæðið Harðangursfjörður. 
 
Hér hittast mataráhuga- og menningarmenn sem upphefja gamlar svæðisbundnar venjur ásamt handverkshefðum. 
 
Dagskrá hátíðarinnar var hin glæsilegasta en samhliða henni var á laugardeginum haldin bjórhátíð þar sem bruggað var í tjaldi á staðnum, haldnir fyrirlestrar um leyndardóma hins góða öls og kennd aðferð við hefðbundna heimabruggun. Að öðru leyti var meðal annars boðið upp á námskeið í osta- og gerjunargerð, kvöldverður með Michelin-kokkunum Torsten Vildgaard frá veitingastaðnum STUD!O og Christopher Haatuft frá Lysverket í Bergen, víkingamarkaður var á svæðinu, slátrun á sauðfé, silungur var reyktur á staðnum að ógleymdum þeim tæpum 30 framleiðendunum sem sýndu og seldu vörur sínar á hátíðinni.
Vert framlag til að minna á og upphefja það áhugaverða og góða sem bændur og smáframleiðendur eru að fást við í matarkistunni Harðangursfirði.

16 myndir:

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...