Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matarauður Íslands opnar vef um mat og matarhefðir
Mynd / Matarauður Íslands
Fréttir 8. nóvember 2017

Matarauður Íslands opnar vef um mat og matarhefðir

Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur það markmið að upphefja íslenska matvælaframleiðslu og ýta undir verðmætasköpun í matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu. Nýlega opnaði Matarauðurinn vefsíðuna www.mataraudur.is þar sem finna má fjölbreyttar upplýsingar um mat og matarmenningu Íslendinga fyrr og nú. Tilgangur vefsíðunnar er að vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum íslensks matar og þeim ríkulegu hefðum sem við eigum.

„Verum þakklát fyrir gjöful mið og fjölbreytilegar landbúnaðarafurðir. Verum þakklát þeim Íslendingum sem brauðfæða okkur og leggja sig fram um að bjóða okkur upp á hreinar afurðir úr faðmi íslenskrar náttúru,“ segir í fréttatilkynningu frá Matarauð Íslands.

Á vefsíðunni verða m.a. upplýsingar um ýmsa matartengda viðburði, s.s. matarsýningar, hátíðir og ráðstefnur.

Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu og öðrum vöruflokkum fá sitt pláss á síðu Matarauðsins en meðal annars er hægt að nálgast upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki og nýjar hugmyndir.

„Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar. Hjá flestum okkur blundar þrá eftir því að tengja það sem við látum ofan í okkur við einhvern uppruna og merkingu. Að sitja á veitingahúsi í Öræfasveit með útsýni yfir stórfenglegan Vatnajökul og drekka bjór sem bruggaður er úr vatni jökulsins eða að snæða ylvolgt hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi í Mývatnssveit er dæmi um það hvernig hægt er að tengja mat við landið og söguna,“ segir í tilkynningu af tilefni nýja vefsins.

Samhliða opnun vefsins var glænýtt myndband sett í loftið, sem sjá má hér undir, þar sem matvælaframleiðsla í sátt við náttúruna er í brennidepli.  

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...