Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matarauður Íslands opnar vef um mat og matarhefðir
Mynd / Matarauður Íslands
Fréttir 8. nóvember 2017

Matarauður Íslands opnar vef um mat og matarhefðir

Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur það markmið að upphefja íslenska matvælaframleiðslu og ýta undir verðmætasköpun í matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu. Nýlega opnaði Matarauðurinn vefsíðuna www.mataraudur.is þar sem finna má fjölbreyttar upplýsingar um mat og matarmenningu Íslendinga fyrr og nú. Tilgangur vefsíðunnar er að vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum íslensks matar og þeim ríkulegu hefðum sem við eigum.

„Verum þakklát fyrir gjöful mið og fjölbreytilegar landbúnaðarafurðir. Verum þakklát þeim Íslendingum sem brauðfæða okkur og leggja sig fram um að bjóða okkur upp á hreinar afurðir úr faðmi íslenskrar náttúru,“ segir í fréttatilkynningu frá Matarauð Íslands.

Á vefsíðunni verða m.a. upplýsingar um ýmsa matartengda viðburði, s.s. matarsýningar, hátíðir og ráðstefnur.

Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu og öðrum vöruflokkum fá sitt pláss á síðu Matarauðsins en meðal annars er hægt að nálgast upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki og nýjar hugmyndir.

„Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar. Hjá flestum okkur blundar þrá eftir því að tengja það sem við látum ofan í okkur við einhvern uppruna og merkingu. Að sitja á veitingahúsi í Öræfasveit með útsýni yfir stórfenglegan Vatnajökul og drekka bjór sem bruggaður er úr vatni jökulsins eða að snæða ylvolgt hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi í Mývatnssveit er dæmi um það hvernig hægt er að tengja mat við landið og söguna,“ segir í tilkynningu af tilefni nýja vefsins.

Samhliða opnun vefsins var glænýtt myndband sett í loftið, sem sjá má hér undir, þar sem matvælaframleiðsla í sátt við náttúruna er í brennidepli.  

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...