Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matarauður Íslands opnar vef um mat og matarhefðir
Mynd / Matarauður Íslands
Fréttir 8. nóvember 2017

Matarauður Íslands opnar vef um mat og matarhefðir

Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur það markmið að upphefja íslenska matvælaframleiðslu og ýta undir verðmætasköpun í matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu. Nýlega opnaði Matarauðurinn vefsíðuna www.mataraudur.is þar sem finna má fjölbreyttar upplýsingar um mat og matarmenningu Íslendinga fyrr og nú. Tilgangur vefsíðunnar er að vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum íslensks matar og þeim ríkulegu hefðum sem við eigum.

„Verum þakklát fyrir gjöful mið og fjölbreytilegar landbúnaðarafurðir. Verum þakklát þeim Íslendingum sem brauðfæða okkur og leggja sig fram um að bjóða okkur upp á hreinar afurðir úr faðmi íslenskrar náttúru,“ segir í fréttatilkynningu frá Matarauð Íslands.

Á vefsíðunni verða m.a. upplýsingar um ýmsa matartengda viðburði, s.s. matarsýningar, hátíðir og ráðstefnur.

Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu og öðrum vöruflokkum fá sitt pláss á síðu Matarauðsins en meðal annars er hægt að nálgast upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki og nýjar hugmyndir.

„Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar. Hjá flestum okkur blundar þrá eftir því að tengja það sem við látum ofan í okkur við einhvern uppruna og merkingu. Að sitja á veitingahúsi í Öræfasveit með útsýni yfir stórfenglegan Vatnajökul og drekka bjór sem bruggaður er úr vatni jökulsins eða að snæða ylvolgt hverabakað rúgbrauð með taðreyktum silungi í Mývatnssveit er dæmi um það hvernig hægt er að tengja mat við landið og söguna,“ segir í tilkynningu af tilefni nýja vefsins.

Samhliða opnun vefsins var glænýtt myndband sett í loftið, sem sjá má hér undir, þar sem matvælaframleiðsla í sátt við náttúruna er í brennidepli.  

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...