Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ryðþekja á sýktri ösp
Ryðþekja á sýktri ösp
Fræðsluhornið 8. maí 2014

Markvissar kynbætur eina varanlega lausnin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Það vakti athygli á dögunum þegar grein starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands um asparryð var birt í tímaritinu European Journal of Plant Pathology. Um er að ræða alþjóðlegt tímarit sem birtir greinar á sviði plöntumeinafræði.
 
Viðurkenning að fá greinina birta í svo virtu tímariti
 
Greinin, sem ber heitið „Microsatellite analysis of Icelandic populations of the poplar fungal pathogen Melampsora larici-populina shows evidence of repeated colonization events”, byggir á MS verkefni Sigríðar Erlu Elefsen. Meðhöfundar eru leiðbeinendur hennar, Halldór Sverrisson og Jón Hallsteinn Hallsson, auk Pascal Frey sem er yfirmaður á frönsku rannsóknastofnunni INRA. Að sögn Sigríðar er það viðurkenning á gæðum greinarinnar að fá hana birta í þessu virta tímariti. „Greinar í blaðinu eru ritrýndar sem þýðir að þær hafa staðist fræðilegar kröfur,“ segir Sigríður.
 
Eina varanlega lausnin er að kynbæta aspir til að auka þol
 
Asparryð (Melampsora larici-populina) er vel þekktur sjúk­dómsvaldur á ösp í Evrópu og þekkist nú hvarvetna þar sem aspir eru ræktaðar. Hérlendis greindist asparryð fyrst 1999. Þetta er sveppasjúkdómur sem lýsir sér sem gulrauðir ryðflekkir á neðraborði asparlaufs. Ef smit er mikið getur neðraborð laufs verið þakið af ryðflekkjum. Í miklu „ryðárferði“ geta heilu trén og jafnvel heilu lundirnir verið undirlagðir. Mikið ryð eyðileggur laufblöð, ljóstillífun minnkar eða stöðvast jafnvel. Þannig getur ryðið haft veruleg neikvæð áhrif á vöxt og viðargæði. Eitrunaraðgerðir gegn asparryði eru ekki varanleg lausn og eina raunhæfa leiðin er að kynbæta aspir til að auka þol gegn sveppnum,“ útskýrir Sigríður.
 
Hýslar sveppsins eru lerkitegundir og aspir
 
„Asparryðsveppurinn er nauðbundin sníkjusveppur sem þýðir að hann vex ekki utan hýsla sinna sem eru lerkitegundir og aspir af ættkvíslinni Populus. Lífsferill ryðsins er nokkuð flókin og hefur hann fimm gróstig. Mikilvægt er að þrjú þeirra gróa sem myndast eru vindborin og þar á meðal eru ryðgróin. Þessi gró eru þolin og berast auðveldlega með vindi. Mjög breytilegt getur verið milli ára hversu mikið ryð verður. Sem dæmi má nefna að árið 2007 sást varla nokkuð ryð á landinu, hins vegar var víða mikið um ryð árið 2010 þar sem nánast hvert tré var sýkt á ákveðnum svæðum.
 
Ekki er vitað hvernig ryðið barst til landsins en líklegt má telja að það hafi borist með vindi á sama hátt og fuglar og skordýr geta borist hingað. Fyrsta árið greindist asparryð aðeins á Suðurlandi. Næstu ár á eftir fannst ryð á fleiri svæðum og þegar árið 2005 mátti finna ryð á sunnanverðu landinu allt frá Keflavík í vestri til Lóns í austri. Þá hafði ryð einnig fundist í Borgarfirði, á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýslu og á Hallormsstað. Nýlegir fundarstaðir eru á Akureyri og í Vatnsdal í Húnavatnssýslu.
 
Frá því asparryð greindist hér fyrst, hafa miklar rannsóknir og kynbætur farið fram á öspum með tilliti til þols þeirra gegn asparryði, auk þess sem áhrif þess á vöxt og viðgang aspa hafa verið skoðuð. Minna hefur farið fyrir rannsóknum á skaðvaldinum sjálfum. Sigríður segir forvera þessarar rannsóknar vera franska rannsókn frá árinu 2003. Þar var erfðafræðilegum aðferðum beitt við að greina stofngerð sýna sem safnað var í nágrenni Skálholts og hún borin saman við stofngerðir sýna frá Evrópu og Kanada. Í þeirri rannsókn kom fram að stofngerð íslensku sýnanna var ólík allra annarra sýna sem skoðuð voru.
 
Sveppurinn í tvígang numið land á Íslandi
 
„Í rannsókninni nú, var sjónum aftur beint að erfðafræði ryðsins. Annar vegar var markmiðið að bæta við þá greiningu sem nú stendur yfir á sjúkdómsvöldum aspa með greiningu á erfðafjölbreytileika íslensks asparryðs og bera það saman við evrópska hópa. Hins vegar að styrkja framtíðar kynbótaverkefni fyrir sjúkdómsþoli íslenskra aspa með því að meta þróunargetu íslenska asparryðsstofnsins.
 
Sýnum var safnað frá svæðum bæði sunnan og norðan heiða og stofngerð þeirra skoðuð. Samanburður var einnig gerður við sýni frá Mið-Evrópu. Niðurstöður bentu til þess að íslenski stofninn skiptist í tvo aðgreinanlega hópa. Annar hópurinn, sem í voru flest sýni, dreifðist svo til um allt land en hinn hópurinn samanstóð eingöngu af sýnum sem tekin voru í norðanverðum Lónsfirði. Þegar ryðið var borið saman við ryð frá Mið-Evrópu kom í ljós að sýnin frá Lónsfirði flokkuðust með hluta evrópsku sýnanna en ekki íslenskum. Þeta bendir til þess að sýni frá Lónsfirði séu af öðrum stofni en meginhluti íslensku sveppana. Nærtækasta skýringin er að ryðsveppurinn hafi numið hér land í tvígang.
 
Spurningunni um hvaðan ryðið er upprunnið er hins vegar ósvarað. Til þess að komast að því og staðfesta uppruna hópsins í Lónsöræfum, þyrfti að afla sýna frá fleiri svæðum eins og Skandinavíu og Skotlandi og bera saman við íslensk sýni.“
 
Landfræðilega einangrun ver ekki ræktun nytjaplantna 
 
Að sögn Sigríðar sýna niðurstöður þessara rannsókna að landfræðileg einangrun ver ekki ræktun nytjaplantna gegn sjúkdómum. Á hverjum tíma má búast við að sveppir eða aðrir sjúkdómsvaldar geti borist hingað. Það er svo háð þéttleika nytjaplantna – og hugsanlega ytri skilyrðum – hvort þessir sjúkdómsvaldar nái fótfestu. Eigi að stunda markvissar kynbætur nytjaplantan með tilliti til aukins sjúkdómsþols er brýnt að þekkja helstu tegundir og sýkingagerðir sjúkdómsvalda er herjað geta á þær.“
 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands