Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Markviss beiðslisgreining eykur arðsemi
Fræðsluhornið 12. maí 2015

Markviss beiðslisgreining eykur arðsemi

Höfundur: Þorsteinn Ólafsson, stöðvardýralæknir Nautastöðvar
Að undanförnu hef ég reynt að gera mér grein fyrir mögulegum brotalömum varðandi slaka frjósemi mjólkurkúa á Íslandi.
 
Ég skoðaði frjósemisskýrslur 58 búa í skýrsluhaldsforritinu Huppu, sem  dreifðust jafnt  um landið og þar sem sæddar voru 20 eða fleiri kýr innan árs frá 2013 til 2014. Þetta lætur  nærri því að vera 10% af kúabúum á landinu. Það skal tekið fram að ekki hefur verið gerð nein tölfræðileg greining á gögnunum, aðeins reiknuð út meðaltöl og að einhverju leyti fjarlægðar auðsæjar villur.
 
Þegar lagt er mat á frjósemi á kúabúi  eru nokkur atriði sem hægt er að skoða.
Það sem skiptir máli er að kýrnar beri þegar bóndinn vill að þær beri. Tíminn á milli burða skiptir mestu máli. Yfirleitt hefur verið talið heppilegast að kýrnar beri með því sem næst árs millibili  – að það líði u.þ.b. 365 dagar á mili burða. 
 
Ekki hefur verið gerð nein rannsókn á því hvert bilið á milli burða  ætti að vera á íslensku kúabúi miðað við aðstæður hér á landi. Það er löngu tímabært að slík athugun verði gerð. Þar þarf m.a. að taka mið af nyt á seinustu vikum mjaltaskeiðsins, afurðaverði, fóðurverði, kostnaði við hýsingu, lengd geldstöðu, kálfaverðmæti til kjötframleiðslu en ekki síst til endurnýjunar.
 
Ég tel ekki fráleitt að eftirsóknar­vert sé að tíminn á milli burða á hverju búi sé að meðaltali á milli 12 og 13 mánuðir, 365 til 395 dagar. 
 
Niðurstöður
 
Á búunum í úrtakinu var tími á milli burða frá 365  og  upp í 458 daga,  – að meðaltali 402 dagar. Ég skipti búunum í úrtakinu í fjóra jafn stóra flokka og byrjaði á því að skoða meðalnyt síðustu 12 mánaða. Nytin sl. 12 mánuði var að meðaltali 5.645 kg á öllum búunum. Nytin í þeim fjórðungi búa sem stystan tíma hafði milli burða eða 365 til 383 daga var að meðaltali 5.991 kg. Næsti fjórðungur var með 383 til 399 daga milli burða og meðalnyt 5.816 kg.  Þriðju fjórðungurinn var með 401 til 421 dag á milli burða og þar var nytin  5.467 kg  og þau bú sem voru með lengstan tíma milli burða var  nytin 5.213 kg að meðaltali.
 
Af  búunum 58 voru 24 bú með innan við 14 mánuði milli burða. Þar var meðalnytin 6.022 kg. Fjöldi árskúa var að meðaltali 50 kýr. Á 34 búum þar sem tíminn milli burða var meiri en 13 mánuðir var meðalnytin 5380 kg og árskýrnar 45. Sjá töflu 1.
 
Tafla 1. (Smellið á myndina til að stækka)
Ég skoðaði einnig hvaða munur var á burðarstjórnun í þessum sömu hópum, sjá töflu 2.
 
Það  er afgerandi að á þeim 15 búum sem hafa styst á milli burða er byrjað að sæða kýrnar fyrr en á hinum búunum. Þar bera kvígurnar einnig yngri. Ef eingöngu eru borin saman þau 24 bú þar sem líða innan við 14 mánuðir milli burða sést að þar líða að meðaltali 74 dagar í fyrstu sæðingu og 54% kúnna beiða ekki upp innan 56 daga og kvígurnar bera 27 mánaða gamlar. Á hinum 34 búunum þar sem kýrnar hafa meira en 13 mánuði milli burða eru samsvarandi tölur 96 dagar, 48% og 29 mánuðir.
 
Tafla2. (Smellið á myndina til að stækka)
 
 
 
 
 
Vangaveltur
 
Á ríflega 40% af búunum í úrtakinu tekst að láta kýrnar bera með 12 til 13 mánaða millibili. Það virðist vera afgerandi að þar er byrjað að sæða kýrnar að meðaltali þremur vikum fyrr eftir burð en á hinum hluta búanna. Þó að byrjað sé að sæða gangmáli fyrr á þeim búum, er fanghlutfallið talsvert hærra, og 54% af kúnum beiða ekki upp innan 56 daga á móti 48%. Það tekur einnig 10 dögum skemmri tíma að koma kálfi í kýrnar. Kvígurnar bera tveimur mánuðum yngri á þessum 24 búum. Eftirlitið með beiðslunum er greinilega mun betra á þeim búum sem hafa styttra milli burða.
 
Það er líklegt að bústjórnin í heild sé betri á þeim 24 búum sem eru með styttri tíma milli burða og líklega skýrir það eitthvað af þeim 642 kg afurðamuni sem er á milli flokkanna. Þó er ekki vafi á því að styttri tími milli burða skýrir talsvert af þessum afurðamun. Það sést á því að þegar búunum er skipt í fjóra flokka er greinileg fylgni á milli styttri tíma milli burða og aukinnar nytar.
 
Helsta brotalömin varðandi frjósemi kúnna er, að það er farið  of seint að sæða kýrnar eftir burð. Yfirleitt er ráðlagt að farið sé að sæða kýrnar þegar liðnar eru 6 vikur, 42 dagar frá burði. Sá tími sem bóndinn notar til þess að fylgjast með beiðmálum kúnna getur skilað honum meiri tekjum en flest annað sem hann tekur sér fyrir hendur á búinu. Þó að ég giski á að munurinn á tíma á milli burða skýri ekki nema helminginn af afurðamuninum á þeim búum sem hafa minna en 14 mánuði milli burða og hinum sem hafa lengra milli burða þ.e. 321 kg á kú, skilar það 26.617 kr á kú miðað við afurðarstöðvarverð kr. 82,92. Miðað við meðalfjölda árskúa á lakari búunum, 45 árskýr, verður það rétt um 1,2 milljónir króna á bú.
Auk þess skila kýrnar fleiri kvígum til endurnýjunar og fleiri kálfum til slátureldis. Hér er um hreinan ávinning að ræða, vegna þess að fastur kostnaður á kú er talsvert lægri á þessum 24 búum.
Hér er svo ótalinn ávinningur sem þessi 24 bú hafa af því að kýrnar bera tveimur mánuðum yngri en á hinum búunum.
 
Þessi athugun bendir til þess að það sé mjög mikil ónýtt framleiðslugeta í mjólkurframleiðslu á Íslandi og 60% af búunum geta bætt reksturinn verulega með því að efla og bæta eftirlit með beiðslum kúnna.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...