Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Fréttir 16. júní 2017

Markaðstorg fyrir aukaafurðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Mikil gróska hefur verið í nýsköpun með aukaafurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Má þar nefna sem dæmi vinnslu fæðubótarefna úr fiskroði, etanólframleiðslu úr ostamysu og lífdísilvinnslu úr fitu og úrgangi. 
 
Þróun slíkra vörutegunda byggir á öflun hráefnis og er þessari vefsíðu ætlað að skapa tengsl á milli þeirra sem mynda úrgang eða aukaafurðir með starfsemi og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt þessa afurð. 
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni. 
 
Úrgangur í dag, auðlind á morgun
 
Umhverfisstofnun stendur að síðunni en hún var kynnt á ráðstefnunni Úrgangur í dag – auðlind á morgun, sem fram fór á Grand hóteli miðvikudaginn 24. maí. 
 
Talið er að 8% af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi komi úr meðhöndlun úrgangs, en um 176.000 tonn af úrgangi er urðað hér árlega. Þar af eru 97.000 tonn lífbrjótanleg, að því er fram kom í máli Hildar Harðardóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en hún kynnti vefsíðu Auðlindatorgsins til leiks. Bætt nýting aukaafurða gæti því dregið úr losun og þannig gæti lífbrjótanlegur úrgangur einnar starfsemi orðið hráefni fyrir aðra.
 
Á vefsíðunni er hægt að auglýsa hráefni eða falast eftir því, og hver sem er getur auglýst á síðunni án endurgjalds. Hráefnum er skipt í sex flokka; sjávarútveg, sláturiðnað, landbúnað og skógrækt, eldhús og mötuneyti, seyru og húsdýraskít og annað. Einnig er hægt að leita eftir landshlutum. Nú þegar má finna auglýsingu frá Landgræðslunni sem óskar eftir verkaðri seyru til landgræðslu.
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...