Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Fréttir 16. júní 2017

Markaðstorg fyrir aukaafurðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Mikil gróska hefur verið í nýsköpun með aukaafurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Má þar nefna sem dæmi vinnslu fæðubótarefna úr fiskroði, etanólframleiðslu úr ostamysu og lífdísilvinnslu úr fitu og úrgangi. 
 
Þróun slíkra vörutegunda byggir á öflun hráefnis og er þessari vefsíðu ætlað að skapa tengsl á milli þeirra sem mynda úrgang eða aukaafurðir með starfsemi og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt þessa afurð. 
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni. 
 
Úrgangur í dag, auðlind á morgun
 
Umhverfisstofnun stendur að síðunni en hún var kynnt á ráðstefnunni Úrgangur í dag – auðlind á morgun, sem fram fór á Grand hóteli miðvikudaginn 24. maí. 
 
Talið er að 8% af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi komi úr meðhöndlun úrgangs, en um 176.000 tonn af úrgangi er urðað hér árlega. Þar af eru 97.000 tonn lífbrjótanleg, að því er fram kom í máli Hildar Harðardóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en hún kynnti vefsíðu Auðlindatorgsins til leiks. Bætt nýting aukaafurða gæti því dregið úr losun og þannig gæti lífbrjótanlegur úrgangur einnar starfsemi orðið hráefni fyrir aðra.
 
Á vefsíðunni er hægt að auglýsa hráefni eða falast eftir því, og hver sem er getur auglýst á síðunni án endurgjalds. Hráefnum er skipt í sex flokka; sjávarútveg, sláturiðnað, landbúnað og skógrækt, eldhús og mötuneyti, seyru og húsdýraskít og annað. Einnig er hægt að leita eftir landshlutum. Nú þegar má finna auglýsingu frá Landgræðslunni sem óskar eftir verkaðri seyru til landgræðslu.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...