Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð. Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni.
Fréttir 16. júní 2017

Markaðstorg fyrir aukaafurðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Mikil gróska hefur verið í nýsköpun með aukaafurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Má þar nefna sem dæmi vinnslu fæðubótarefna úr fiskroði, etanólframleiðslu úr ostamysu og lífdísilvinnslu úr fitu og úrgangi. 
 
Þróun slíkra vörutegunda byggir á öflun hráefnis og er þessari vefsíðu ætlað að skapa tengsl á milli þeirra sem mynda úrgang eða aukaafurðir með starfsemi og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt þessa afurð. 
Nýlega var vefsíðan audlindatorg.is opnuð Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni. 
 
Úrgangur í dag, auðlind á morgun
 
Umhverfisstofnun stendur að síðunni en hún var kynnt á ráðstefnunni Úrgangur í dag – auðlind á morgun, sem fram fór á Grand hóteli miðvikudaginn 24. maí. 
 
Talið er að 8% af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi komi úr meðhöndlun úrgangs, en um 176.000 tonn af úrgangi er urðað hér árlega. Þar af eru 97.000 tonn lífbrjótanleg, að því er fram kom í máli Hildar Harðardóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en hún kynnti vefsíðu Auðlindatorgsins til leiks. Bætt nýting aukaafurða gæti því dregið úr losun og þannig gæti lífbrjótanlegur úrgangur einnar starfsemi orðið hráefni fyrir aðra.
 
Á vefsíðunni er hægt að auglýsa hráefni eða falast eftir því, og hver sem er getur auglýst á síðunni án endurgjalds. Hráefnum er skipt í sex flokka; sjávarútveg, sláturiðnað, landbúnað og skógrækt, eldhús og mötuneyti, seyru og húsdýraskít og annað. Einnig er hægt að leita eftir landshlutum. Nú þegar má finna auglýsingu frá Landgræðslunni sem óskar eftir verkaðri seyru til landgræðslu.
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...