Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK
Líf og starf 9. júní 2016

Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur sem framkvæmdastjóra LK frá og með næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár.

Margrét er menntaður almannatengill og markþjálfi og hefur víðtæka reynslu í stjórnun og ráðgjöf á sviði upplýsinga- og kynningarmála. Hún hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf og rak áður eigið ráðgjafarfyrirtæki, Taktík ehf. Árin 2013 til 2015 starfaði hún sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og sem sérstakur ráðgjafi ráðherra í forsætisráðuneytinu. Áður starfaði hún við kynningar- og markaðsmál hjá Árnasonum auglýsingastofu. Einnig hefur hún setið sem varamaður í stjórn Íslandsstofu og Iceland Naturally.

„Við vorum sammála um það að hugsa aðeins út fyrir kassann og fara nýjar leiðir þegar kom að ráðningu framkvæmdastjóra. Margrét býr yfir fjölbreyttri reynslu sem mun koma sér vel fyrir næstu verk­efni sem liggja fyrir hjá okkur.

Fyrst og fremst erum við að horfa til búvörusamninganna og eftirfylgni þeirra breytinga sem þeim fylgja, ásamt því að leggja aukna áherslu á markaðs- og kynningarmálin hjá okkur.

Á sama tíma og við bjóðum Margréti velkomna til starfa vil ég nýta tækifærið og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf,“ segir Arnar Árnason, formaður LK.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...