Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjölda sláturgripa og framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

Verða þær upplýsingar birtar samhliða öðrum kjötframleiðsluupplýsingum sem Hagstofan hefur birt með reglubundnum hætti. Að sögn Jóns Guðmundar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er ástæðan fyrir birtingunum sú að á næsta ári þarf að skila tölum um hrossaslátrun til alþjóðastofnana. Jón segir að fram til þessa hafi Hagstofan einungis birt tölur árlega yfir framleiðsluna. Á Mælaborði landbúnaðarins hafi hins vegar verið hægt að nálgast upplýsingar um framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

„Nýjungin núna verður sú að tölur yfir fjölda dýra verður einnig að finna í okkar yfirliti, en ekki bara framleidd kíló,“ segir Jón. Samkvæmt upplýsingum á Mælaborði landbúnaðarins, varð 5,3 prósenta framleiðsluaukning á milli 12 rúllandi mánaða, þannig að framleiðsla síðustu 12 mánaða var rúm 961 þúsund kíló en rúm 912 þúsund kíló sé litið til þeirra 12 mánaða sem eru þar á undan.

Skylt efni: hrossakjöt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...