Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjölda sláturgripa og framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

Verða þær upplýsingar birtar samhliða öðrum kjötframleiðsluupplýsingum sem Hagstofan hefur birt með reglubundnum hætti. Að sögn Jóns Guðmundar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er ástæðan fyrir birtingunum sú að á næsta ári þarf að skila tölum um hrossaslátrun til alþjóðastofnana. Jón segir að fram til þessa hafi Hagstofan einungis birt tölur árlega yfir framleiðsluna. Á Mælaborði landbúnaðarins hafi hins vegar verið hægt að nálgast upplýsingar um framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

„Nýjungin núna verður sú að tölur yfir fjölda dýra verður einnig að finna í okkar yfirliti, en ekki bara framleidd kíló,“ segir Jón. Samkvæmt upplýsingum á Mælaborði landbúnaðarins, varð 5,3 prósenta framleiðsluaukning á milli 12 rúllandi mánaða, þannig að framleiðsla síðustu 12 mánaða var rúm 961 þúsund kíló en rúm 912 þúsund kíló sé litið til þeirra 12 mánaða sem eru þar á undan.

Skylt efni: hrossakjöt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...