Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjölda sláturgripa og framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

Verða þær upplýsingar birtar samhliða öðrum kjötframleiðsluupplýsingum sem Hagstofan hefur birt með reglubundnum hætti. Að sögn Jóns Guðmundar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er ástæðan fyrir birtingunum sú að á næsta ári þarf að skila tölum um hrossaslátrun til alþjóðastofnana. Jón segir að fram til þessa hafi Hagstofan einungis birt tölur árlega yfir framleiðsluna. Á Mælaborði landbúnaðarins hafi hins vegar verið hægt að nálgast upplýsingar um framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

„Nýjungin núna verður sú að tölur yfir fjölda dýra verður einnig að finna í okkar yfirliti, en ekki bara framleidd kíló,“ segir Jón. Samkvæmt upplýsingum á Mælaborði landbúnaðarins, varð 5,3 prósenta framleiðsluaukning á milli 12 rúllandi mánaða, þannig að framleiðsla síðustu 12 mánaða var rúm 961 þúsund kíló en rúm 912 þúsund kíló sé litið til þeirra 12 mánaða sem eru þar á undan.

Skylt efni: hrossakjöt

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...