Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jólalifrarkæfa á piparköku.
Jólalifrarkæfa á piparköku.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 5. desember 2016

Makrónur, piparkökur og jólalifrarkæfa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Aðventan er nú gengin í garð. Þá er upplagt að leggja metnað í matargerðina og ekki síst að spreyta sig í bakstri á sígildum smákökum. 
 
Fátt er betra en að dekra við sig á myrkum síðkvöldunum og maula franskar makrónur eða piparkökur með heitu súkkulaði eða kaldri mjólk, við notalegan bjarmann frá kertaljósinu.
 
 
 
Makrónur (French Macaron)
Marga dreymir um að tileinka sér fullkomna tækni við að baka litríkar franskar jólamakrónur, sem eru ljúffengar og auðveldar ef þær eru rétt gerðar. Ef þú vilt læra og þorir, þá er þetta frábær og einföld leið. Svo þarf bara að fylla með uppáhalds fyllingunni þinni og njóta á aðventunni.
 • 3 eggjahvítur 
 • 35 g (1/4 bolli) hvítur sykur 
 • 220 g (1 og 2/3 bollar) flórsykur 
 • 1 bolli fínt malaðar möndlur 
Aðferð
Þeytið eggjahvítur í hrærivél, þar til eggjahvítan er froðukennd. Setjið sykurinn saman við og haldið áfram að þeyta þar til eggjahvíturnar eru orðnar gljáandi og loftkenndar, Ef þær hreyfast ekki þegar skálinni er hvolft eru þær tilbúnar. Sigtið flórsykur saman við og malaðar möndlur (gott að vinna saman í matvinnsluvél). Blandið saman við eggjahvíturnar.
 
Setjið í sprautupoka og sprautið í litla toppa um 2,5 sentímetra í þvermál, á bökunarplötu með smjörpappír. Láttu  standa við stofuhita þar til þær mynda harða húð á toppinn, um eina klukkustund.
Hitið ofninn í 140° C gráður. 
 
Bakið kökurnar þar til þær eru orðnar harðar, en ekki brúnaðar. Ætti að taka um 10 mínútur. Látið smákökurnar kólna alveg áður en fylling er sett í, til dæmis sulta, smjördeig eða súkkulaðikremið hér að neðan.
 
Gaman er að setja rauðan duft-matarlit í möndlurnar og sykurblönduna til að fá skemmtilegan jólalit á kökurnar.
 
Piparkökur
Deigið verður að kæla í að minnsta kosti þrjár klukkustundir og í allt að tvo daga. Smákökur er hægt að geyma í loftþéttum umbúðum fram að jólum.
 • 400 g (3 bollar) hveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • 3/4 tsk. malaður kanill
 • 3/4 tsk. malaður engifer
 • 1/2 tsk. malað Allrahanda
 • 1/2 tsk. malaður negull
 • 1/2 tsk. salt
 • 1/4 tsk. duft svartur pipar
 • 8 matskeiðar (120 g) ósaltað smjör, við stofuhita
 • 85 g (1/4 bolli) kóksfeiti, við stofuhita
 • 55 g (1/2 bolli) ljós púðursykur
 • 2/3 bolli melassi, dökkur púðursykur eða muscovadosykur
 • 1 stk. stórt egg
 
Aðferð
Hitið  ofninn í 165 gráður.
 
Sigtið hveiti, matarsóda, kanil, engifer, allrahanda, negul, salt og pipar í gegnum sigti í skál. Setjið til hliðar.
 
Þeytið, smjör og kókosfitu í stórri skál eða í hrærivél þar til þetta hefur vel blandast saman, eða í um það bil  1 mínútu. Bætið púðursykri við þar til blandan er létt í áferð og lit, í um tvær mínútur. Bætið melassa (eða dökka púðursykrinum) við og eggi. Hrærið rólega saman með tréskeið, og smám saman er hveitinu blandað saman við. Skiptið deiginu í tvo hluta og setjið í plastfilmu. Kælið í um þrjár klukkustundir. Hægt er að gera deigið allt að tveimur dögum áður en bakað er.
 
Næst eru piparkökurnar rúllaðar út. Vinnið með einn hluta í einu, en geymið hinn í kæli. Takið deigið úr kæli og látið standa við stofuhita þar til það er nógu heitt til að hægt sé að rúlla því út án þess að það molni.  Það ætti að taka um tíu mínútur. 
 
Stráið hveiti á það og rúllið því út þar til það er um 0,5 sentímetrar á þykkt. Skerið út kökur og flytjið á smjörpappír.
 
Bakið í um 10 til 12 mínútur. Kælið og njótið  með fyllingu eða beint úr kökuboxinu með kaldri mjólk.
 
Jólalifrarkæfa
 • 500 g af svínalifur
 • 200 g andalifur (eða kjúklingalifur)
 • 300 g af andakjöti (til dæmis af andalærum eða kjúklingakjöt af læri)
 • 400 g svínafita (spekk) (Ef ekki fæst er hægt að nota beikon en þá þarf að minnka salt í uppskriftinni)
 • 2 epli
 • 10 stk. sveskjur án steina
 • 1 laukur
 • 3 tsk. malað Allrahanda krydd
 • 2 tsk. malaður negull
 • 2 msk. púrtvín eða jólasnafs
 • 4 egg
 • 2 bollar mjólk
 • 5 msk. hveiti
 • salt og ferskur malaður pipar
Vinnið saman í matvinnsluvél  lifur, kjöt, fitu, epli í bitum, sveskjur og lauk og setjið í skál. Hrærið krydd og lifur ásamt eggjum og mjólk í mjúkan massa. Setja hveiti saman við og hrærið vel í. Kryddið svo með salti og pipar. Setjið blönduna í litla dalla úr áli eða glerkrukkur sem þola hita. Bakið  í vatnsbaði (setjið vatn í ofnskúffu svo dallana ofan á, lokað með álpappír) við 175 gráður í 35–40 mínútur, þar til kæfan er gullin að ofan.
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...