Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Makarót slær í gegn sem heilsufæði
Fréttir 9. desember 2014

Makarót slær í gegn sem heilsufæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjófar í brutust nýlega inn í vöruskemmu í Junín héraði í Perú og höfðu á brott með sér rúmt tonn að makarótum. Talið er að þýfið verði selt til Kína.

Stuldurinn væri ekki frásagnarverður nema fyrir þær sakir að rætur þessar, sem líkjast einna helst rófum, hafa slegið rækilega í gegn sem heilsufæði í Kína. Verð á rótunum hefur rokið upp þrátt fyrir að verð til fjallabænda í Perú hafi staðið í stað. Vinsældir rótarinnar hafa einnig verið að aukast á Vesturlöndum þar sem hún er sögð virka gegn krabbameini.

Í Bandaríkjunum hefur verð á einu kílói á dufti sem unnið er úr rótinni hækkað úr 900 krónum í 3700 á einu ári og er búist við að það hækki enn meira á næsta ár eða í allt að 10.000 krónur fyrir kílóið.

Í Kína er rótin sögð kynörvandi og seld dýru verði sem slík. Sagt er að kínverskir kaupendur rótarinnar hafa komið til Perú og fyllt margar ferðatöskur af rótinni sem þeir smygla úr landi og inn í Kína.

Svo mikil er ásóknin í makarætur að yfirvöld í Perú eru farnar að hafa áhyggjur af því að hún sé ofnýtt en rótin á sé langa nytjasögu frá því fyrir tíma Inkanna.

Fræjum af jurtinni hefur einnig verið stolið og smyglað úr landi þrátt fyrir blátt bann við slíku og óttast yfirvöld í Perú að ræktun í Kína munu fljótlega verða meiri en í Perú. Ræktun Kínverja hefur vekið upp spurningar um rétt innfæddra, í þessu tilfelli í Perú, yfir plöntum sem þeir hafa ræktað í hundruð ára. 
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...