Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Makarót slær í gegn sem heilsufæði
Fréttir 9. desember 2014

Makarót slær í gegn sem heilsufæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjófar í brutust nýlega inn í vöruskemmu í Junín héraði í Perú og höfðu á brott með sér rúmt tonn að makarótum. Talið er að þýfið verði selt til Kína.

Stuldurinn væri ekki frásagnarverður nema fyrir þær sakir að rætur þessar, sem líkjast einna helst rófum, hafa slegið rækilega í gegn sem heilsufæði í Kína. Verð á rótunum hefur rokið upp þrátt fyrir að verð til fjallabænda í Perú hafi staðið í stað. Vinsældir rótarinnar hafa einnig verið að aukast á Vesturlöndum þar sem hún er sögð virka gegn krabbameini.

Í Bandaríkjunum hefur verð á einu kílói á dufti sem unnið er úr rótinni hækkað úr 900 krónum í 3700 á einu ári og er búist við að það hækki enn meira á næsta ár eða í allt að 10.000 krónur fyrir kílóið.

Í Kína er rótin sögð kynörvandi og seld dýru verði sem slík. Sagt er að kínverskir kaupendur rótarinnar hafa komið til Perú og fyllt margar ferðatöskur af rótinni sem þeir smygla úr landi og inn í Kína.

Svo mikil er ásóknin í makarætur að yfirvöld í Perú eru farnar að hafa áhyggjur af því að hún sé ofnýtt en rótin á sé langa nytjasögu frá því fyrir tíma Inkanna.

Fræjum af jurtinni hefur einnig verið stolið og smyglað úr landi þrátt fyrir blátt bann við slíku og óttast yfirvöld í Perú að ræktun í Kína munu fljótlega verða meiri en í Perú. Ræktun Kínverja hefur vekið upp spurningar um rétt innfæddra, í þessu tilfelli í Perú, yfir plöntum sem þeir hafa ræktað í hundruð ára. 
 

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...