Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Maíusmekkur – fljótheklaður og einfaldur
Hannyrðahornið 25. október 2016

Maíusmekkur – fljótheklaður og einfaldur

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir / Handverkskúnst
Þegar Maía dóttir mín var smábarn langaði mig að hekla á hana smekk. Hún slefaði ekki af neinu viti svo ég ákvað að hekla á hana matarsmekk.
 
Ég hafði skoðað nokkrar uppskriftir af smekkjum sem heilluðu mig bara ekki nógu mikið. Dag einn var ég að gramsa í Rauða kross-búð og fann gamlan heklaðan smekk. Hann var stílhreinn og einfaldur sem var einmitt það sem ég sóttist eftir. Ég keypti því smekkinn og notaði hann sem fyrirmyndina að Maíusmekknum. 
 
Garn:
Scheepjes Catona frá Handverkskúnst.
Ein dokka dugar í ca. 3 smekki.
Heklunál: 3 mm.
Skammstafanir: L = lykkja, LL = loftlykkja, FP = fastapinni, ST = stuðull, sl. = sleppa.
Uppskriftin:  Ég gerði ekki 3 LL í byrjun hverrar umferðar því ég vildi ekki fá þessi göt sem myndast þegar það er gert. Þess í stað geri í 2 LL í byrjun hverrar umferðar, sem ég tel ekki með og hekla ekki í, og hekla svo 1 ST strax í fyrstu L sem er venjulega ekki gert. 
Fitjið upp 30 LL.
1. umf: Heklið 1 ST í 4. LL frá nálinni, 1 ST í næstu 12 L, 3 ST í næstu L, 1 ST í næstu 13 L. Þessar 3 LL sem sleppt er í byrjun umferðar teljast EKKI sem 1 ST.
2. umf: Heklið 2 LL (teljast ekki með), 1 ST í næstu 14 L, 3 ST í næstu L, 1 ST í næstu 14 L.
3.-12. umf: Haldið áfram að hekla stuðla fram að miðjulykku, í hana eru alltaf heklaðir 3 ST. Stuðlunum fjölgar því um 2 í hverri umferð. Í lok 12. umferðar eru 46 ST.
 
Kantur og bönd:
Byrjað er í miðjulykkju 12. umferðar, þar er heklaður 1 FP og 1 FP í hverja L að horni, í hornið eru heklaðir 2-3 FP, FP heklaðir með jöfnu millibili meðfram smekknum, þegar búið er að hekla uppeftir smekknum er fyrra bandið gert, heklið 50-60 LL og heklið KL í aftari hluta lykkjunnar alla leiðina niður, þá er heklað aftur í smekkinn, FP í hverja L fram að miðlykkju, henni er sleppt. Heklið alveg eins hinn helminginn af smekknum, lokið umferðinni með FP í sömu L og byrjað var. 
 
Ef þú vilt gera breiðari kant skaltu hekla tvær umferðir af fastapinnum, böndin eru þá hekluð í seinni umferðinni.
 
Vona að ykkur líki jafnvel við þessa smekki og mér.
 
 
Heklkveðjur,
Elín Guðrúnardóttir
Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...