Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Magnús Guðmundsson.
Magnús Guðmundsson.
Fréttir 12. júní 2018

Magnús Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999.

Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans.

Ráðherra og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Þórður H. Ólafsson, hafa komist að samkomulagi um að Þórður láti af störfum, en hann verður sjötugur í haust.

Þá hefur Dr. Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins til að geta helgað sig aðalstarfi sínu við kennslu og rannsóknir sem vísindamaður í jarðfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Guðrún Áslaug Jónsdóttir, núverandi varaformaður stjórnar hefur tekið við störfum formanns þar til nýr stjórnarformaður þjóðgarðsins hefur verið skipaður af ráðherra.

Skýrsla Capacent 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...