Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Magnús Guðmundsson.
Magnús Guðmundsson.
Fréttir 12. júní 2018

Magnús Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999.

Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans.

Ráðherra og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Þórður H. Ólafsson, hafa komist að samkomulagi um að Þórður láti af störfum, en hann verður sjötugur í haust.

Þá hefur Dr. Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins til að geta helgað sig aðalstarfi sínu við kennslu og rannsóknir sem vísindamaður í jarðfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Guðrún Áslaug Jónsdóttir, núverandi varaformaður stjórnar hefur tekið við störfum formanns þar til nýr stjórnarformaður þjóðgarðsins hefur verið skipaður af ráðherra.

Skýrsla Capacent 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...