Haraldur Þór Jónsson.
Haraldur Þór Jónsson.
Fréttir 6. febrúar 2024

Mælir með nafninu Þjórsárbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samhliða forsetakosningunum 1. júní í sumar munu íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu.

Núverandi nafn þykir frekar langt og óþjált ásamt því að fáir íbúar landsins átta sig á því hvar sveitarfélagið er staðsett á landinu.

„Nú er mikil uppbygging fram undan hjá okkur og því finnst mér kominn tími á að nýtt nafn verði valið á sveitarfélagið sem hafi betri tengingu í landfræðilega staðsetningu okkar ásamt því að vera styttra og þjálla. Þá myndum við líka fá nafn sem framtíðarkynslóðir geta sameinast um.

Umræðan er komin af stað í samfélaginu um nýtt nafn og verður haldinn íbúafundur í mars til að ræða málið betur. Vonandi leiðir það til þess að 2-3 nöfn standi upp úr sem við getum kosið um þann 1. júní,“ segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri.

Hann er á því að nafn Þjórsár eigi að vera hluti af nafni sveitarfélagsins enda liggur sveitarfélagið með fram Þjórsánni alveg upp að Hofsjökli ásamt því að Þjórsárdalurinn verður mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu á komandi árum með þeirri uppbyggingu sem er farin af stað þar.

„Flestir Íslendingar vita hvar Þjórsáin er og því myndi það auka vitund landsmanna um hvar sveitarfélagið er staðsett. Þjórsársveit, Þjórsárhreppur eða Þjórsárbyggð hafa oft verið nefnd.

Eftir að hafa hugsað þetta í langan tíma þá held ég að Þjórsárbyggð væri það nafn sem ég myndi kjósa, en umræðan næstu vikurnar mun vonandi leiða til þess að við sameinumst um nýtt nafn og það hljóti sterka kosningu,“ segir Haraldur.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...