Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Haraldur Þór Jónsson.
Haraldur Þór Jónsson.
Fréttir 6. febrúar 2024

Mælir með nafninu Þjórsárbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samhliða forsetakosningunum 1. júní í sumar munu íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu.

Núverandi nafn þykir frekar langt og óþjált ásamt því að fáir íbúar landsins átta sig á því hvar sveitarfélagið er staðsett á landinu.

„Nú er mikil uppbygging fram undan hjá okkur og því finnst mér kominn tími á að nýtt nafn verði valið á sveitarfélagið sem hafi betri tengingu í landfræðilega staðsetningu okkar ásamt því að vera styttra og þjálla. Þá myndum við líka fá nafn sem framtíðarkynslóðir geta sameinast um.

Umræðan er komin af stað í samfélaginu um nýtt nafn og verður haldinn íbúafundur í mars til að ræða málið betur. Vonandi leiðir það til þess að 2-3 nöfn standi upp úr sem við getum kosið um þann 1. júní,“ segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri.

Hann er á því að nafn Þjórsár eigi að vera hluti af nafni sveitarfélagsins enda liggur sveitarfélagið með fram Þjórsánni alveg upp að Hofsjökli ásamt því að Þjórsárdalurinn verður mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu á komandi árum með þeirri uppbyggingu sem er farin af stað þar.

„Flestir Íslendingar vita hvar Þjórsáin er og því myndi það auka vitund landsmanna um hvar sveitarfélagið er staðsett. Þjórsársveit, Þjórsárhreppur eða Þjórsárbyggð hafa oft verið nefnd.

Eftir að hafa hugsað þetta í langan tíma þá held ég að Þjórsárbyggð væri það nafn sem ég myndi kjósa, en umræðan næstu vikurnar mun vonandi leiða til þess að við sameinumst um nýtt nafn og það hljóti sterka kosningu,“ segir Haraldur.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...