Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lykiltölur sem lýsa sjálfbærri þróun
Fréttir 10. júlí 2014

Lykiltölur sem lýsa sjálfbærri þróun

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í fyrsta skipti hefur Alþjóða­bankinn nú lagt talnalegt mat á hvernig þjóðum heims gengur að takast á við að reka hagkerfi sín í samræmi við sjálfbæra þróun, þannig að ekki sé gengið á auðlegð þjóðarinnar. Auðlegð er hér skilgreind nánar sem fjármunalegar eignir, m.a. tekið tillit til fjárfestingar í menntun landsmanna, afskrifað til samræmis við nýtingu eyðanlegra náttúruauðæva tekið tillit til mannfjöldaþróunar og sparnaðar. Niðurstöðurnar ásamt þessum bakgrunnsupplýsingum voru birtar á alþjóðlega umhverfisdaginn, 5. júní sl., í „The little green data book 2014“ eða „Litlu grænu gagnabókinni“.

Með því að greina breytingu á auðlegð þjóðar þannig mældri reynir Alþjóðabankinn að leggja tölfræðilegt mat á félagslega og vistfræðilega sjálfbærni. Hefðbundinn mælikvarði á þjóðarframleiðslu mælir aðeins tekjur en nær ekki að leggja mat á hvernig fjármagnið sem liggur þar grundvallar, þróast. Alls eru 136 lönd í heiminum metin með þessum hætti. Flest lönd koma út með jákvæða þróun að þessu leyti fyrir árið 2010. Þó eru 45% landanna sem sýna neikvæða stöðu og er Ísland þar á meðal. Þessi lönd sýna sig að vera með hagvöxt en byggja hann á að ganga á möguleika sína án þess að byggja samhliða upp nýja. Haldi slík þróun áfram metur Alþjóðabankinn stöðuna svo að hagvöxtur muni minnka og verða á endanum neikvæður. Ástandið er verst í fátækari hlutum heimsins, með Afríku sunnan Sahara á botninum þar sem 88% landanna eru með neikvæðar breytingar á auðlegð. Best er ástandið hins vegar í Suður-Asíu, þar sem þannig er komið fyrir aðeins 17% landanna. Þessu samhengi má á sama hátt lýsa þannig að lönd með lágar tekjur á íbúa koma illa út en þau ríkustu best.


Ísland kemur neikvætt út í þessari úttekt, auðlegð á íbúa er talin hafa minnkað um $ 1.366 á árinu. Til samanburðar jókst auðlegð á íbúa í örðum löndum með háar tekjur á íbúa um $ 2.210. Fleiri athyglisverðar samanburðartölur er einnig að finna fyrir Ísland. Framleiðni á starfsmann í landbúnaði mæld sem verðmæti á starfsmann var hátt í þrefalt meiri en öðrum löndum með háar þjóðartekjur á íbúa. Orkunotkun á íbúa er að sama skapi rösklega þrefalt meiri. CO2-losun er hins vegar rösklega helmingur af meðallosun á íbúa í samanburðarlöndunum, 6,2 tonn á móti 11,6. Sértök úttekt er á líffræðilegum fjölbreytileika. Þar kemur fram að sex búfjárkyn og ein fuglategund væru í útrýmingarhættu. Þá má að lokum nefna að hlutfall íbúa sem búa í þéttbýli hér á landi er vel yfir meðaltali annarra landa með sambærilegar þjóðartekjur á íbúa, 93,8% landsmanna búa í þéttbýli samanborið við að 80,2% íbúa í öðrum löndum með háar meðaltekjur.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...