Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lyfjameðhöndlun gegn laxalús
Fréttir 2. júlí 2018

Lyfjameðhöndlun gegn laxalús

Matvælastofnun hefur heimilað lyfjameðhöndlun gegn laxalús á tveimur sjókvíaeldisstöðvum á Vestfjörðum, annars vegar í Tálknafirði og hins vegar í Arnarfirði. Fisksjúkdómanefnd veitti umsóknum um lyfjanotkunina jákvæða umsögn eftir ítarlega upplýsingaöflun.

Á vef Matvælastofnunar segir að farið hafi verið í eftirlit í Tálknafirði og við lúsatalningu sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af veturinn var lífvænleg, farin að tímgast og merki voru um nýsmit. Talið var að engar aðrar aðferðir hefðu nægt til að hreinsa fiskinn af lús og ljóst að ef ekki yrði farið í aflúsun á þessu stigi yrði lúsasmit orðið óásættanlegt síðsumars og í haust. Töluverð hætta væri þá á neikvæðum áhrifum á velferð fisksins og að auki verður að taka tillit til smitálags á villtan fisk og eldisfisk í nágrannafjörðum.

Í Arnarfirði er lyfjameðhöndluninni ætlað að vera að hluta til fyrirbyggjandi, en á þeirri stöð sem til stendur að meðhöndla, er lúsasmit nokkuð mikið og mikill fjöldi fiska í stöðinni. Talið er að ef ekki verði aflúsað myndu þær fyrirbyggjandi aðgerðir gegn laxalús sem eru í notkun á eldissvæðinu öllu, þar sem samtals eru þrjár eldisstöðvar, ekki bera tilskyldan árangur. Þær forvarnir sem eru í notkun og verða teknar í notkun á þessu sumri eru svokallaðir lúsadúkar sem settir eru utan um kvíar til að varna því að smitandi lúsalirfur berist á fiskinn í kvíunum. Einnig notkun á svo kölluðum „Midt-norsk“ hring sem er oft notaður með lúsadúkum til að bæta vatnsgæði í kvíum með dúkum og að lokum hrognkelsi sem éta laxalús af fiskinum.

Sá árangur sem náðist með meðhöndlun einnar stöðvar í Arnarfirði í fyrra þykir til marks um að fyrirbyggjandi aðgerðir séu  mikilvægastar í baráttunni við laxalús. Þar getur ábyrg lyfjameðhöndlun verið notuð sem hjálpartæki við að koma eldissvæðum niður á núllpunkt. Staðið verður að málum nú með sama hætti og gert var í því tilviki sem hér er nefnt og á það bæði við um hvaða lyf verður notað og um opinbert eftirlit með framkvæmdinni.

 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...