Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Land Rover Discovery Sport.
Land Rover Discovery Sport.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 25. júlí 2016

Lúxus-jepplingur sem hentar vel til ferðalaga

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Mörgum er eftirsjá í gamla Land Rover, vinsæla jeppanum sem hætt var að framleiða á síðasta ári. Merki Land Rover hefur hins vegar fengið framhaldslíf með meiri lúxusbílum. Fyrir nokkru prófaði ég Discovery Sport sem er að mínu mati meira jepplingur en jeppi vegna þess hversu felgurnar eru stórar og „prófíll“ dekkja er lítill og þar af leiðandi með litla fjöðrun sem jeppadekk.

Kraftmikill með níu þrepa sjálfskiptingu

Strax og sest er inn í bílinn finnur maður fyrir þægindum alls stað- ar, sætið fellur vel að líkamanum og heldur vel við bak, fótapláss er gott, veghljóð og vélahljóð er lítið inni í bílnum. Öllum stjórntækjum og tökkum sem bílstjóri notar er haganlega komið fyrir á stöðum þar sem gott er að ná til þeirra. Bakkmyndavél er mjög skýr og sýnir vel aftur fyrir bíl (hægt er að vera með kveikt á henni í akstri sem er ekki á mörgum öðrum bílum). 150 hestafla vélin skilar góðri snerpu, er hljóðlítil og togar vel í bröttum brekkum enda er tog vélarinnar 380 Nm á 1.750 snúningum á mínútu. Sjálfskiptingin er níu þrepa og finnur maður nánast aldrei þegar bíllinn skiptir sér, hvorki upp né niður.

Eyðsla góð miðað við kraft vélar

Í prufuakstrinum ók ég holóttan malarveg og er ekki hægt annað en að hrósa fjöðruninni. Hins vegar er belgurinn á dekkjunum full lágur (oftast nefndur á bílamáli: „prófíll“). Hægt er hins vegar að fá Land Rover Discovery Sport afhentan á 17 tommu felgum sem gefur möguleika á hærri og belgmeiri dekkjum í stað 18 tommu felgna sem var undir bílnum sem ég prófaði. Með 17 tommu felgunum er bíllinn 250.000 kr. ódýrari og kosturinn er betri fjöðrun í vegslóðum og á möl. Jeppinn er fyrir vikið með aðeins svagari fjöðrun og aksturseiginleika á bundnu slitlagi. Uppgefin meðaleyðsla samkvæmt sölubæklingi er 5,3 lítrar í blönduð- um akstri. Nánast aldrei hefur mér tekist að komast nálægt uppgefinni eyðslu, en á þessum rúmu 200 km sem ég ók bílnum var meðaleyðsla mín 7,6 lítrar á hundraðið sem er að mínu mati mjög ásættanleg eyðsla þar sem mér leiddist ekkert að gefa bílnum vel inn í tíma og ótíma til að finna góðan kraftinn.

Gott pláss í farangursrými

Ef farið er yfir gott og slæmt þá er lítið slæmt að mínu mati fyrir utan 18 tommu felgurnar. Hins vegar var varadekkið í þessum bíl það sem ég kalla „aumingja“ þrátt fyrir að pláss sé fyrir fullbúið varadekk. Speglar á hliðum mjög góðir, hátt undir bílinn, en lægsti punktur er 21,2 cm. Í fyrsta sinn þegar ég hef verið að fletta upplýsingum um nýja bíla tók ég eftir að mesta vatnsdýpt sem bíllinn má fara í er 60 cm djúpt vatn (man ekki eftir að hafa rekið augun í þessar upplýsingar áður). Dráttarkúla kemur sem staðalbúnaður og er dráttargeta bílsins 2,2 tonn. Hiti er í framrúðu og stýri sem ætti að henta íslenskuWm vetrarað- stæðum vel. Farangursrými er mjög gott og með einu handtaki leggur maður niður sætin til að auka það enn frekar. Hægt er að velja á milli 12 mismunandi lita á Land Rover Discovery Sport. Verðið á bílnum sem ég ók er 8.190.000 kr. en með því að taka bílinn á 17 tommu dekkjum og felgum lækkar hann um 250.000 krónum.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 1.775 kg

Hæð 1.724 mm

Breidd 2.069 mm

Lengd 4.599 mm

6 myndir:

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...