Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda 2015. Fremri röð frá vinstri: Örn Bergsson, Skúli Bjarnason formaður og Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri LSB. Aftari röð frá vinstri: Sara Lind Guðbergsdóttir, Guðrún Lárusdóttir og Vigdís Sveinbjörnsdóttir.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda 2015. Fremri röð frá vinstri: Örn Bergsson, Skúli Bjarnason formaður og Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri LSB. Aftari röð frá vinstri: Sara Lind Guðbergsdóttir, Guðrún Lárusdóttir og Vigdís Sveinbjörnsdóttir.
Fréttir 18. mars 2016

LSB skilaði 8,1% hreinni raunávöxtun

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda, sem fram fór í Bændahöllinni 1. mars 2016, voru niðurstöður ársreiknings fyrir árið 2015 kynntar.
 
Árið 2015 reyndist gott ár hjá Lífeyrissjóði bænda þar sem sjóðurinn náði myndarlegri  raunávöxtun fjórða árið í röð. Sú niðurstaða þýðir að sjóðurinn er að ná vopnum sínum að fullu eftir bankahrunið svokallaða. Sjóðurinn á nú fyrir áföllnum skuldbindingum og tryggingafræðileg staða er nú góð.  Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris hækkaði um 2,1 milljarð króna á árinu 2015 og hefur hækkað  ár frá ári frá árinu 2008 jafnframt því sem fjárhagsstaða sjóðsins hefur styrkst í ljósi árangursríkrar ávöxtunar á eignum sjóðsins. 
 
Á árinu 2015 tóku gildi nýjar reglur um ársreikninga lífeyrissjóða, samkvæmt þeim er lífeyrissjóðum heimilt að meta skuldabréf miðað við kaupvirði eða markaðsvirði. Í uppgjöri sjóðsins eru eignir gerðar upp miðað við kaupvirði. Markaðsvirði eignasafns er 1,3 milljörðum króna hærra en fram kemur í reikningi. Ef þessi óinnleysti gengishagnaður hefði verið innleystur á árinu 2015 hefði ávöxtun ársins verið 2–4% hærri en fram kemur í reikningi sjóðsins eða allt að 12% raunávöxtun.
 
Stöðugur vöxtur á hreinni eign til greiðslu lífeyris
 
Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 30.578 milljónum króna (mkr.) í árslok 2015, hækkaði um 2.141 mkr. milli ára eða 7,5%. Á sjö árum, frá lokum bankahrunsársins 2008, hefur hrein eign sjóðsins vaxið um 10.258 mkr. eða 51%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 31% og er því hækkun umfram breytingu verðlags 20% á tímabilinu.
 
Hrein raunávöxtun 8,1% á árinu 2015
 
Afkoma ársins 2015 var með miklum ágætum. Nafnávöxtun verðbréfa sjóðsins reyndist vera 10,4% sem samsvarar 8,3% raunávöxtun.  Hrein nafnávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 10,3% sem samsvarar 8,1% hreinni raunávöxtun á móti 5,4% árið 2014. Hrein raunávöxtun hækkar um 2,7 prósentustig milli ára. Hrein raun­ávöxtun síðustu fimm ára er 5,5% að meðaltali á ári sem er tveimur prósentustigum umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.
 
Fjárfestingartekjur sjóðsins námu 3.052 mkr. og skiluðu allir eignaflokkar jákvæðri raunávöxtun á árinu. Hæst var ávöxtunin á skráðum innlendum hlutabréfum en raunávöxtun þeirra var 44,3%. Vægi erlendra verðbréfa í safninu var 21,8% í lok árs 2015 og var umreiknuð raunávöxtun þeirra 2,4% í skuldabréfum og 0,4% í hlutabréfum. Á undanförnum misserum hefur aukin áhersla verið lögð á greiningu á fjárhagslegri stöðu við fjárfestingar, greiðslugetu og gæðamat á skuldara, sem ætti að styrkja sjóðinn enn frekar og afkomu hans þegar til framtíðar er litið.
 
Veitt sjóðfélagalán þrefaldast milli ára
 
Á árinu 2015 voru veitt níu lán samtals að fjárhæð 294 mkr., sem er 175% aukning frá fyrra ári en þá voru lánveitingar samtals að fjárhæð 107 mkr. Heildarfjárhæð útistandandi lána í lok ársins var 1.901 mkr. þegar frá hefur verið dregin 19 mkr. varúðarniðurfærsla.
 
Sjóðurinn veitir bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán í samræmi við veðmörk eigna, að hámarki 30 mkr. til allt að 40 ára. Ekkert hámark er vegna lána á fyrsta veðrétti að uppfylltum öðrum skilyrðum í lánareglum sjóðsins. Heimilt er að lána félagi í eigu sjóðfélaga með sjálfskuldarábyrgð hans þar sem eignarhlutur hans í félaginu er að minnsta kosti 25%. Af lánum er heimilt að greiða eingöngu vexti í allt að fjögur ár frá lántökudegi. 
 
Tryggingafræðileg staða batnar
 
Tryggingafræðileg staða sjóðsins batnaði um rúm þrjú prósentustig milli ára, 3,2 prósentustig á áfallinni stöðu og 3,1 prósentustig á heildarstöðu. Áfallin staða sjóðsins var jákvæð um 1,9% af skuldbindingum í lok árs 2015, á móti 1,3% neikvæðri stöðu í lok árs 2014.  Heildarskuldbindingar sjóðsins voru 1,1% umfram heildareignir í lok árs 2015, á móti 4,2% 2014. Bætt tryggingafræðileg staða skýrist aðallega af góðri ávöxtun og lágri verðbólgu undanfarinna ára.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...