Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2019

LS skorar á Alþingi að beita sér af fullum þunga til að tryggja lýðheilsu

Höfundur: HKr.
Aðalfundur Landssamtaka sauð­fjárbænda (LS), sem haldinn var á Hótel Sögu 4.–5. apríl 2019, harmar niðurstöðu EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar varðandi innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Fundurinn skorar á Alþingi Íslendinga að beita sér af fullum þunga fyrir aðgerðum sem tryggja lýðheilsu þjóðarinnar og vernda einstaka sjúkdómastöðu íslenskra búfjár­stofna við meðferð frumvarps til laga, mál nr. 766 um innflutning búfjárafurða o.fl. 
 
Á aðalfundinum var samþykktur fjöldi ályktana er varðar hagsmuni bænda. Þar á meðal hafnaði aðalfundurinn hugmyndum um sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rann­sókn­arsjóðs í sjávarútvegi undir hatti matvælasjóðs. Segir í álykt­uninni að Framleiðnisjóður hafi mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi, sérstaklega í tengslum við styrkveitingar til nýsköpunarverkefna á vegum bænda. Þá segri í greinargerð með samþykktinni:
 
„Í greinargerð lagafrumvarps um afnám frystiskyldu kemur fram að unnið sé að sameiningu m.a. Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi með það að markmiði að koma á fót einum öflugum matvælasjóði sem styður betur við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Framleiðnisjóður styður ýmis viðfangsefni önnur en þau er lúta beint að matvælaframleiðslu, t.a.m. uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli, námsstyrki til masters­nema á sviði landbúnaðar, skógræktar- og landgræðsluverkefni og mikilvæg framfarverkefni á ýmsum sviðum landbúnaðar, sem ekki koma öll matvælaframleiðslu beint við.“ 
Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...