Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2019

LS skorar á Alþingi að beita sér af fullum þunga til að tryggja lýðheilsu

Höfundur: HKr.
Aðalfundur Landssamtaka sauð­fjárbænda (LS), sem haldinn var á Hótel Sögu 4.–5. apríl 2019, harmar niðurstöðu EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar varðandi innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Fundurinn skorar á Alþingi Íslendinga að beita sér af fullum þunga fyrir aðgerðum sem tryggja lýðheilsu þjóðarinnar og vernda einstaka sjúkdómastöðu íslenskra búfjár­stofna við meðferð frumvarps til laga, mál nr. 766 um innflutning búfjárafurða o.fl. 
 
Á aðalfundinum var samþykktur fjöldi ályktana er varðar hagsmuni bænda. Þar á meðal hafnaði aðalfundurinn hugmyndum um sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rann­sókn­arsjóðs í sjávarútvegi undir hatti matvælasjóðs. Segir í álykt­uninni að Framleiðnisjóður hafi mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi, sérstaklega í tengslum við styrkveitingar til nýsköpunarverkefna á vegum bænda. Þá segri í greinargerð með samþykktinni:
 
„Í greinargerð lagafrumvarps um afnám frystiskyldu kemur fram að unnið sé að sameiningu m.a. Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi með það að markmiði að koma á fót einum öflugum matvælasjóði sem styður betur við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Framleiðnisjóður styður ýmis viðfangsefni önnur en þau er lúta beint að matvælaframleiðslu, t.a.m. uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli, námsstyrki til masters­nema á sviði landbúnaðar, skógræktar- og landgræðsluverkefni og mikilvæg framfarverkefni á ýmsum sviðum landbúnaðar, sem ekki koma öll matvælaframleiðslu beint við.“ 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f