Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lömb sett út um leið og hægt er
Fréttir 6. júní 2014

Lömb sett út um leið og hægt er

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er fín frjósemi hjá fénu í ár og það lofar góðu,“ segir Bergvin Jóhannsson bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, en sauðburður gekk  vel.

„Það er mikill munur að geta sett ærnar og lömbin út jafnóðum,“ segir Bergvin, en góður hópur gerði sér að góðu nýsprottið grasið í túni norðan við Áshól þegar Bændablaðið átti leið hjá á dögunum. Bergvin segist setja lömbin út þetta þriggja daga gömul og það létti mjög á þegar hægt er að koma ungviðinu út húsi.  Um 430 kindur eru á Áshóli.

Mætti vera hlýrra

Þar er einnig umfangsmikil kartöflurækt og segir Bergvin að hann sé um það bil hálfnaður að setja niður.  Landið sé að mestu tilbúið, en það mætti gjarnan vera hlýrra.

„Það hefur sem betur fer ekki komið neitt hret í maí, en verið fremur kalt flesta daga og það er ekki sérlega hagstætt fyrir okkur kartöflubændur. Það gerist lítið í jörðinni þegar veðurfarið er með þeim hætti,“ segir Bergvin.

4 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...