Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lömb sett út um leið og hægt er
Fréttir 6. júní 2014

Lömb sett út um leið og hægt er

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er fín frjósemi hjá fénu í ár og það lofar góðu,“ segir Bergvin Jóhannsson bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, en sauðburður gekk  vel.

„Það er mikill munur að geta sett ærnar og lömbin út jafnóðum,“ segir Bergvin, en góður hópur gerði sér að góðu nýsprottið grasið í túni norðan við Áshól þegar Bændablaðið átti leið hjá á dögunum. Bergvin segist setja lömbin út þetta þriggja daga gömul og það létti mjög á þegar hægt er að koma ungviðinu út húsi.  Um 430 kindur eru á Áshóli.

Mætti vera hlýrra

Þar er einnig umfangsmikil kartöflurækt og segir Bergvin að hann sé um það bil hálfnaður að setja niður.  Landið sé að mestu tilbúið, en það mætti gjarnan vera hlýrra.

„Það hefur sem betur fer ekki komið neitt hret í maí, en verið fremur kalt flesta daga og það er ekki sérlega hagstætt fyrir okkur kartöflubændur. Það gerist lítið í jörðinni þegar veðurfarið er með þeim hætti,“ segir Bergvin.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...