Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Mynd / Danish Crown
Fréttir 12. júní 2020

Lokað hjá Danish Crown í Skærbæk vegna smits í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Svínasláturhúsi Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi var lokað tímabundið um miðjan maí vegna kórónaveirusmits sem komið hafði upp hjá Westcrown, sem jafnframt er helsti viðskiptavinur kjötvinnslunnar.
 
Lokun svínakjötsvinnslunnar í Danmörku kemur í kjölfar lokana á fjölmörgum sláturhúsum og úrbeiningastöðvum í Þýskalandi þar sem fjöldi farandverkamanna hafi sýkst af COVID-19. Eitt þeirra fyrirtækja, þar sem fjölmargir starfsmenn reyndust vera smitaðir var Westcrown, sem er sameignarfélag Danish Croen og German Westfleisch. Það fyrirtæki er í Dissen í Norður-Rín-Westphalia ríki þar sem ákveðið var að taka sýni hjá öllum starfsmönnum sláturhúsa. 
 
Fyrir fjórum vikum hafði sýni verið tekið hjá 280 starfsmönnum Westcrown og reyndust 90 þeirra vera smitaðir af COVID-19. Var fyrirtækinu lokað í kjölfarið og vegna mikilla viðskipta þess við Danish Crown í Skærbæk í Danmörku var ákveðið að loka þar líka þótt þar væri ekki vitað um smit. Reyndu forsvarsmenn danska fyrirtækisins að leita eftir nýjum viðskiptavinum vegna lokunar hjá þeim þýska.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...