Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Svínasláturhús Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi þurfti að loka þegar lokað var hjá stærsta viðskiptavininum í Þýskalandi.
Mynd / Danish Crown
Fréttir 12. júní 2020

Lokað hjá Danish Crown í Skærbæk vegna smits í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Svínasláturhúsi Danish Crown í Skærbæk á Suður-Jótlandi var lokað tímabundið um miðjan maí vegna kórónaveirusmits sem komið hafði upp hjá Westcrown, sem jafnframt er helsti viðskiptavinur kjötvinnslunnar.
 
Lokun svínakjötsvinnslunnar í Danmörku kemur í kjölfar lokana á fjölmörgum sláturhúsum og úrbeiningastöðvum í Þýskalandi þar sem fjöldi farandverkamanna hafi sýkst af COVID-19. Eitt þeirra fyrirtækja, þar sem fjölmargir starfsmenn reyndust vera smitaðir var Westcrown, sem er sameignarfélag Danish Croen og German Westfleisch. Það fyrirtæki er í Dissen í Norður-Rín-Westphalia ríki þar sem ákveðið var að taka sýni hjá öllum starfsmönnum sláturhúsa. 
 
Fyrir fjórum vikum hafði sýni verið tekið hjá 280 starfsmönnum Westcrown og reyndust 90 þeirra vera smitaðir af COVID-19. Var fyrirtækinu lokað í kjölfarið og vegna mikilla viðskipta þess við Danish Crown í Skærbæk í Danmörku var ákveðið að loka þar líka þótt þar væri ekki vitað um smit. Reyndu forsvarsmenn danska fyrirtækisins að leita eftir nýjum viðskiptavinum vegna lokunar hjá þeim þýska.
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara