Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Víti við Kröflu.
Víti við Kröflu.
Fréttir 19. júlí 2017

Loka mögulega vegna ágangs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Umhverfisstofnun óskar eftir umsögnum vegna mögulegrar lokunar ferðamannastaða á landi Reykjahlíðar. Staðirnir sem um ræðir eru Hverir, Leirhnjúkur og Víti við Kröflu en óskað hefur verið eftir lokunar á stöðunum vegna álags af völdum ferðamanna.

Umhverfisstofnun hefur barst erindi Guðrúnar Maríu Valgeirsdóttur þann 7. júlí sl. þar sem því er beint til Umhverfisstofnunar að loka ferðamannastöðum í landi Reykjahlíðar vegna álags af völdum ferðamanna.

Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram í erindinu að svæðin hafi á síðustu árum látið á sjá vegna álags og aðgerðarleysis auk þess sem öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu við sjóðheita hveri. Mikilvægt sé að brugðist verði við umferð við svæðin með markvissri landvörslu og lágmarks þjónustu við svæðin.

Umhverfisstofnun getur í verndarskyni takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðinu samkvæmt. 25. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Stofnuninni ber að hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeiganda og aðra hagsmunaraðil og fylgir ákveðnu verkferli. Felur það m.a. í sér að kalla eftir umsögnum. Þegar unnið hefur verið úr umsögnum og svæðið tekið út mun stofnunin meta hvort takmarka þurfi umferð og þá umfang þeirra takmarka.

Óskað er eftir að umsagnir berist í dag, 19. júlí, til Umhverfisstofnunnar að er fram kemur á vefsíðu stofnunnarinnar.

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...