Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Víti við Kröflu.
Víti við Kröflu.
Fréttir 19. júlí 2017

Loka mögulega vegna ágangs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Umhverfisstofnun óskar eftir umsögnum vegna mögulegrar lokunar ferðamannastaða á landi Reykjahlíðar. Staðirnir sem um ræðir eru Hverir, Leirhnjúkur og Víti við Kröflu en óskað hefur verið eftir lokunar á stöðunum vegna álags af völdum ferðamanna.

Umhverfisstofnun hefur barst erindi Guðrúnar Maríu Valgeirsdóttur þann 7. júlí sl. þar sem því er beint til Umhverfisstofnunar að loka ferðamannastöðum í landi Reykjahlíðar vegna álags af völdum ferðamanna.

Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram í erindinu að svæðin hafi á síðustu árum látið á sjá vegna álags og aðgerðarleysis auk þess sem öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu við sjóðheita hveri. Mikilvægt sé að brugðist verði við umferð við svæðin með markvissri landvörslu og lágmarks þjónustu við svæðin.

Umhverfisstofnun getur í verndarskyni takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðinu samkvæmt. 25. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Stofnuninni ber að hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarfélag, landeiganda og aðra hagsmunaraðil og fylgir ákveðnu verkferli. Felur það m.a. í sér að kalla eftir umsögnum. Þegar unnið hefur verið úr umsögnum og svæðið tekið út mun stofnunin meta hvort takmarka þurfi umferð og þá umfang þeirra takmarka.

Óskað er eftir að umsagnir berist í dag, 19. júlí, til Umhverfisstofnunnar að er fram kemur á vefsíðu stofnunnarinnar.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...