Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta árs, þar sem fram kemur að kartöfluframleiðslan hafi ekki verið minni í landinu frá árinu 1993.

Í flestum tegundum útiræktunar var uppskeran lakari en árið á undan. Kartöfluuppskeran var tæpum 1.800 tonnum minni og gulrótaruppskeran rúmlega helmingi minni – og sú minnsta í ellefu ár.

Í gögnum Hagstofunnar eru borin saman árin 2023 og 2024 og koma tölurnar í meginatriðum heim og saman við þær upplýsingar sem var sagt frá í frétt hér í Bændablaðinu í lok nóvember um uppskeruna í útiræktuninni. Þá var stuðst við upplýsingar úr skráningu bænda á uppskeru beint af akri. Sagði Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, af því tilefni að lök kartöflu- og gulrótaruppskera skýrðist af erfiðu ræktunarári, þar sem sumarið hefði verið kalt og frekar stutt. Sérstaklega var tíðarfar í Eyjafirði kartöflubændum erfitt. Þá hætti umfangsmikill kartöfluræktandi búskap á síðasta ári sem setur strik í reikninginn. Rauðkál er eina grænmetistegundin í útiræktun þar sem aukning er í uppskerumagni á milli ára, eða ellefu tonn, sem Helgi skýrði í auknu umfangi ræktunar hjá garðyrkjubændum. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...