Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta árs, þar sem fram kemur að kartöfluframleiðslan hafi ekki verið minni í landinu frá árinu 1993.

Í flestum tegundum útiræktunar var uppskeran lakari en árið á undan. Kartöfluuppskeran var tæpum 1.800 tonnum minni og gulrótaruppskeran rúmlega helmingi minni – og sú minnsta í ellefu ár.

Í gögnum Hagstofunnar eru borin saman árin 2023 og 2024 og koma tölurnar í meginatriðum heim og saman við þær upplýsingar sem var sagt frá í frétt hér í Bændablaðinu í lok nóvember um uppskeruna í útiræktuninni. Þá var stuðst við upplýsingar úr skráningu bænda á uppskeru beint af akri. Sagði Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, af því tilefni að lök kartöflu- og gulrótaruppskera skýrðist af erfiðu ræktunarári, þar sem sumarið hefði verið kalt og frekar stutt. Sérstaklega var tíðarfar í Eyjafirði kartöflubændum erfitt. Þá hætti umfangsmikill kartöfluræktandi búskap á síðasta ári sem setur strik í reikninginn. Rauðkál er eina grænmetistegundin í útiræktun þar sem aukning er í uppskerumagni á milli ára, eða ellefu tonn, sem Helgi skýrði í auknu umfangi ræktunar hjá garðyrkjubændum. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...