Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Fréttir 10. júlí 2023

Lögreglan fellir niður blóðmerarannsókn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rannsókn lögreglu á meðferð hryssna við blóðtöku hefur verið felld niður.

Matvælastofnun hafði áður rannsakað þá meðferð sem kom fram í myndbandi sem dýrverndarsamtökin AWF og TBZ birtu á vefmiðlinum Youtube í nóvember 2021. Þá óskaði MAST eftir frekari upplýsingum og óklipptu myndefni frá dýraverndarsamtökunum en fékk þau ekki afhent. Í yfirlýsingu sem talsmenn AWF/TBS sendu frá sér í desember 2021 sögðust þau ekki ætla að afhenda MAST nein óklippt myndbönd en væru viljug til samstarfs ef opinber rannsókn færi fram. Vísaði MAST því málinu til lögreglu til frekari rannsókna í lok janúar 2022.

Morgunblaðið hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, að málinu hefði verið vísað frá ári síðar, eða í lok janúar síðastliðinn Lögreglan hafi ítrekað reynt að komast yfir frekari gögn frá dýraverndarsamtökunum en þau hafi skýlt sér bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn.

Heimildin segir hins vegar frá því að fulltrúar dýraverndarsamtakanna hafi verið viljug til að afhenda gögnin, en gegnum réttarbeiðni í því skyni að tryggja best sönnunargildi gagnanna. Slík beiðni hefði hins vegar aldrei borist frá Íslandi.

Skylt efni: blóðmerahald

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...