Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Fréttir 10. júlí 2023

Lögreglan fellir niður blóðmerarannsókn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rannsókn lögreglu á meðferð hryssna við blóðtöku hefur verið felld niður.

Matvælastofnun hafði áður rannsakað þá meðferð sem kom fram í myndbandi sem dýrverndarsamtökin AWF og TBZ birtu á vefmiðlinum Youtube í nóvember 2021. Þá óskaði MAST eftir frekari upplýsingum og óklipptu myndefni frá dýraverndarsamtökunum en fékk þau ekki afhent. Í yfirlýsingu sem talsmenn AWF/TBS sendu frá sér í desember 2021 sögðust þau ekki ætla að afhenda MAST nein óklippt myndbönd en væru viljug til samstarfs ef opinber rannsókn færi fram. Vísaði MAST því málinu til lögreglu til frekari rannsókna í lok janúar 2022.

Morgunblaðið hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, að málinu hefði verið vísað frá ári síðar, eða í lok janúar síðastliðinn Lögreglan hafi ítrekað reynt að komast yfir frekari gögn frá dýraverndarsamtökunum en þau hafi skýlt sér bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn.

Heimildin segir hins vegar frá því að fulltrúar dýraverndarsamtakanna hafi verið viljug til að afhenda gögnin, en gegnum réttarbeiðni í því skyni að tryggja best sönnunargildi gagnanna. Slík beiðni hefði hins vegar aldrei borist frá Íslandi.

Skylt efni: blóðmerahald

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...