Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lögbýlum með greiðslumark fækkar
Fréttir 7. september 2015

Lögbýlum með greiðslumark fækkar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Skráning MAST á stofnstærð sauðfjár skiptir miklu máli varðandi skrá um rétthafa greiðslumarks og stuðningsgreiðslu ríkisins við sauðfjárbændur. Sama gildir um skráningu á fjölda nautgripa og ýmsar aðrar stærðir í landbúnaði. 
 
Á árinu 2014 voru beingreiðslur samtals 7.804 milljónir króna, þar af 5.439 m.kr. (5.298) vegna mjólkurframleiðslu og 2.365 m.kr. vegna sauðfjárframleiðslu. Jukust beingreiðslur í mjólkurframleiðslunni í krónum talið um 141 milljón milli ára en drógust saman í sauðfjárræktinni um 39 milljónir króna samkvæmt skýrslu MAST.
 
Á árinu 2014 var fjöldi lögbýla með skráð greiðslumark sauðfjár samtals 1.769, en voru 1.808 á árinu 2013. Lögbýli skráð með greiðslumark mjólkur voru 664 á árinu og hafði þá fækkað úr 672 eða um 8 frá árinu áður. Enginn framleiðandi lagði hins vegar inn greiðslumark til geymslu sem þýðir væntanlega að einhverjir hafa verið að bæta við sig. 
 
Handhafar beingreiðslna á árinu vegna mjólkurframleiðslu 2014 voru 649 á móti 659 á árinu 2013. Í sauðfjárframleiðslu voru handhafar beingreiðslna 1751 á móti 1738 árið 2013. Samtals voru staðfestar 69 breytingar handhafa beingreiðslna, í fyrra en þær voru 86 árið áður. Þar af 17 vegna mjólkurframleiðslu, en þær voru 22 árið 2013. Vegna sauðfjárframleiðslu voru staðfestar 52 breytingar á síðasta ári en 64 árið áður. 
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...