Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lögbýlum með greiðslumark fækkar
Fréttir 7. september 2015

Lögbýlum með greiðslumark fækkar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Skráning MAST á stofnstærð sauðfjár skiptir miklu máli varðandi skrá um rétthafa greiðslumarks og stuðningsgreiðslu ríkisins við sauðfjárbændur. Sama gildir um skráningu á fjölda nautgripa og ýmsar aðrar stærðir í landbúnaði. 
 
Á árinu 2014 voru beingreiðslur samtals 7.804 milljónir króna, þar af 5.439 m.kr. (5.298) vegna mjólkurframleiðslu og 2.365 m.kr. vegna sauðfjárframleiðslu. Jukust beingreiðslur í mjólkurframleiðslunni í krónum talið um 141 milljón milli ára en drógust saman í sauðfjárræktinni um 39 milljónir króna samkvæmt skýrslu MAST.
 
Á árinu 2014 var fjöldi lögbýla með skráð greiðslumark sauðfjár samtals 1.769, en voru 1.808 á árinu 2013. Lögbýli skráð með greiðslumark mjólkur voru 664 á árinu og hafði þá fækkað úr 672 eða um 8 frá árinu áður. Enginn framleiðandi lagði hins vegar inn greiðslumark til geymslu sem þýðir væntanlega að einhverjir hafa verið að bæta við sig. 
 
Handhafar beingreiðslna á árinu vegna mjólkurframleiðslu 2014 voru 649 á móti 659 á árinu 2013. Í sauðfjárframleiðslu voru handhafar beingreiðslna 1751 á móti 1738 árið 2013. Samtals voru staðfestar 69 breytingar handhafa beingreiðslna, í fyrra en þær voru 86 árið áður. Þar af 17 vegna mjólkurframleiðslu, en þær voru 22 árið 2013. Vegna sauðfjárframleiðslu voru staðfestar 52 breytingar á síðasta ári en 64 árið áður. 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...