Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lögbýlum með greiðslumark fækkar
Fréttir 7. september 2015

Lögbýlum með greiðslumark fækkar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Skráning MAST á stofnstærð sauðfjár skiptir miklu máli varðandi skrá um rétthafa greiðslumarks og stuðningsgreiðslu ríkisins við sauðfjárbændur. Sama gildir um skráningu á fjölda nautgripa og ýmsar aðrar stærðir í landbúnaði. 
 
Á árinu 2014 voru beingreiðslur samtals 7.804 milljónir króna, þar af 5.439 m.kr. (5.298) vegna mjólkurframleiðslu og 2.365 m.kr. vegna sauðfjárframleiðslu. Jukust beingreiðslur í mjólkurframleiðslunni í krónum talið um 141 milljón milli ára en drógust saman í sauðfjárræktinni um 39 milljónir króna samkvæmt skýrslu MAST.
 
Á árinu 2014 var fjöldi lögbýla með skráð greiðslumark sauðfjár samtals 1.769, en voru 1.808 á árinu 2013. Lögbýli skráð með greiðslumark mjólkur voru 664 á árinu og hafði þá fækkað úr 672 eða um 8 frá árinu áður. Enginn framleiðandi lagði hins vegar inn greiðslumark til geymslu sem þýðir væntanlega að einhverjir hafa verið að bæta við sig. 
 
Handhafar beingreiðslna á árinu vegna mjólkurframleiðslu 2014 voru 649 á móti 659 á árinu 2013. Í sauðfjárframleiðslu voru handhafar beingreiðslna 1751 á móti 1738 árið 2013. Samtals voru staðfestar 69 breytingar handhafa beingreiðslna, í fyrra en þær voru 86 árið áður. Þar af 17 vegna mjólkurframleiðslu, en þær voru 22 árið 2013. Vegna sauðfjárframleiðslu voru staðfestar 52 breytingar á síðasta ári en 64 árið áður. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...