Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Loftslagsvænni landbúnaður ræddur í ríkisstjórn
Fréttir 28. janúar 2019

Loftslagsvænni landbúnaður ræddur í ríkisstjórn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa kynnt í ríkisstjórn ramma um samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað en í stjórnarsáttmála er kveðið á um samstarfsverkefni stjórnvalda og sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.

Samþykkt var að verkefnið yrði þróað á árinu og framkvæmd þess falin Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðsluna, Skógræktina og sauðfjárbændur.

Þróuð verður heildstæð ráðgjöf og fræðsla fyrir bændur um hvernig þeir geta dregið úr losun og aukið bindingu á búum sínum. Gert er ráð fyrir að bændur vinni áætlanir fyrir bú sín þar sem tilteknar eru aðgerðir sem m.a. geta falist í samdrætti í losun frá búrekstri og landi og/eða bindingu kolefnis.

Þátttaka í verkefninu verður til að byrja með bundin við sauðfjárbændur sem taka þátt í gæðastýrðri sauðfjárrækt og gengið er út frá því að allir þátttakendur í verkefninu tryggi að losun frá landi þeirra aukist ekki. Verkefnið er vistað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og stefnt er að fullri innleiðingu þess árið 2020.
 

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f