Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Loftslagsvænni landbúnaður ræddur í ríkisstjórn
Fréttir 28. janúar 2019

Loftslagsvænni landbúnaður ræddur í ríkisstjórn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa kynnt í ríkisstjórn ramma um samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað en í stjórnarsáttmála er kveðið á um samstarfsverkefni stjórnvalda og sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.

Samþykkt var að verkefnið yrði þróað á árinu og framkvæmd þess falin Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðsluna, Skógræktina og sauðfjárbændur.

Þróuð verður heildstæð ráðgjöf og fræðsla fyrir bændur um hvernig þeir geta dregið úr losun og aukið bindingu á búum sínum. Gert er ráð fyrir að bændur vinni áætlanir fyrir bú sín þar sem tilteknar eru aðgerðir sem m.a. geta falist í samdrætti í losun frá búrekstri og landi og/eða bindingu kolefnis.

Þátttaka í verkefninu verður til að byrja með bundin við sauðfjárbændur sem taka þátt í gæðastýrðri sauðfjárrækt og gengið er út frá því að allir þátttakendur í verkefninu tryggi að losun frá landi þeirra aukist ekki. Verkefnið er vistað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og stefnt er að fullri innleiðingu þess árið 2020.
 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...