Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Loftslagsvænni landbúnaður ræddur í ríkisstjórn
Fréttir 28. janúar 2019

Loftslagsvænni landbúnaður ræddur í ríkisstjórn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa kynnt í ríkisstjórn ramma um samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað en í stjórnarsáttmála er kveðið á um samstarfsverkefni stjórnvalda og sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.

Samþykkt var að verkefnið yrði þróað á árinu og framkvæmd þess falin Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðsluna, Skógræktina og sauðfjárbændur.

Þróuð verður heildstæð ráðgjöf og fræðsla fyrir bændur um hvernig þeir geta dregið úr losun og aukið bindingu á búum sínum. Gert er ráð fyrir að bændur vinni áætlanir fyrir bú sín þar sem tilteknar eru aðgerðir sem m.a. geta falist í samdrætti í losun frá búrekstri og landi og/eða bindingu kolefnis.

Þátttaka í verkefninu verður til að byrja með bundin við sauðfjárbændur sem taka þátt í gæðastýrðri sauðfjárrækt og gengið er út frá því að allir þátttakendur í verkefninu tryggi að losun frá landi þeirra aukist ekki. Verkefnið er vistað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og stefnt er að fullri innleiðingu þess árið 2020.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...