Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Loftræsting og hreint loft í útihúsum
Öryggi, heilsa og umhverfi 14. mars 2016

Loftræsting og hreint loft í útihúsum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í spjalli við Guðmund Hallgrímsson sem hefur undanfarna mánuði verið að skoða með bændum býli þeirra og fara yfir úrbætur í kjölfar heimsóknar sagði hann mér að víða væri loftræstingu í útihúsum ábótavant. 
 
Við framleiðslu á mjólk og kjöti þarf að gæta hreinlætis og að loftræsting sé góð. Víða er auðvelt að gera úrbætur, rétt eins og á flestum reyklausum vinnustöðum og þeir sem reykja verða að reykja utan dyra. Af sömu sökum þarf að huga að notkun liðléttinga inni í útihúsum með velferð dýranna að leiðarljósi og lágmarka reyk frá vélum. Slæm loftræsting hlýtur að bitna á velferð dýra frá útblæstri véla jafnt sem manna sem dýra. 
 
Vantar rafmagnsliðléttinga 
 
Oft hefur komið upp í hugann hjá mér, þegar ég hef verið að skoða smávélar og tæki, að það vanti tilfinnanlega vinnuvélar inni á fóðurgöngum sem knúnar eru með rafmagni. Eitthvað virðist eins og að framleiðendur vinnuvéla leggi lítið upp úr að framleiða liðléttinga fyrir landbúnað sem knúnir eru rafmagnsmótor. Hins vegar veit ég til þess að væntanlegir eru liðléttingar frá nokkrum framleiðendum á næstunni, en á meðan notast er við bensín eða dísilknúin tæki þarf að huga vel að loftræstingu eða lofta vel út á meðan tækin eru í notkun. 
 
Lausn og hugvit 
 
Í spjalli við sölumann smávéla um rafmagnsliðléttinga veltum við fyrir okkur af hverju ekki væri meira af rafmagns­tækjum fyrir landbúnað. Þá datt okkur í hug tæki sem mikið er notað í sendiferðabílum og flutningabílum sem eru rafmagnslyftarar fyrir vörubretti. Svona lyftarar geta verið í notkun í marga klukkutíma á rafmagnshleðslunni, lyftigetan er mikil og með því að smíða á vörubretti kassa eða annað sem til þarf í þá vinnu sem vinna þarf. Með þessu er allavega hægt að losna við óhollan útblástur inni í húsunum. Eflaust má nota tæki til vinnu sem ætluð eru í aðra notkun en að fóðra skepnur, en á meðan lítið er um heilsusamleg vinnutæki á fóðurgangana þá endilega hugið að loftræstingu með velferð dýra og manna í huga.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...