Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Loftræsting og hreint loft í útihúsum
Fréttir 14. mars 2016

Loftræsting og hreint loft í útihúsum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í spjalli við Guðmund Hallgrímsson sem hefur undanfarna mánuði verið að skoða með bændum býli þeirra og fara yfir úrbætur í kjölfar heimsóknar sagði hann mér að víða væri loftræstingu í útihúsum ábótavant. 
 
Við framleiðslu á mjólk og kjöti þarf að gæta hreinlætis og að loftræsting sé góð. Víða er auðvelt að gera úrbætur, rétt eins og á flestum reyklausum vinnustöðum og þeir sem reykja verða að reykja utan dyra. Af sömu sökum þarf að huga að notkun liðléttinga inni í útihúsum með velferð dýranna að leiðarljósi og lágmarka reyk frá vélum. Slæm loftræsting hlýtur að bitna á velferð dýra frá útblæstri véla jafnt sem manna sem dýra. 
 
Vantar rafmagnsliðléttinga 
 
Oft hefur komið upp í hugann hjá mér, þegar ég hef verið að skoða smávélar og tæki, að það vanti tilfinnanlega vinnuvélar inni á fóðurgöngum sem knúnar eru með rafmagni. Eitthvað virðist eins og að framleiðendur vinnuvéla leggi lítið upp úr að framleiða liðléttinga fyrir landbúnað sem knúnir eru rafmagnsmótor. Hins vegar veit ég til þess að væntanlegir eru liðléttingar frá nokkrum framleiðendum á næstunni, en á meðan notast er við bensín eða dísilknúin tæki þarf að huga vel að loftræstingu eða lofta vel út á meðan tækin eru í notkun. 
 
Lausn og hugvit 
 
Í spjalli við sölumann smávéla um rafmagnsliðléttinga veltum við fyrir okkur af hverju ekki væri meira af rafmagns­tækjum fyrir landbúnað. Þá datt okkur í hug tæki sem mikið er notað í sendiferðabílum og flutningabílum sem eru rafmagnslyftarar fyrir vörubretti. Svona lyftarar geta verið í notkun í marga klukkutíma á rafmagnshleðslunni, lyftigetan er mikil og með því að smíða á vörubretti kassa eða annað sem til þarf í þá vinnu sem vinna þarf. Með þessu er allavega hægt að losna við óhollan útblástur inni í húsunum. Eflaust má nota tæki til vinnu sem ætluð eru í aðra notkun en að fóðra skepnur, en á meðan lítið er um heilsusamleg vinnutæki á fóðurgangana þá endilega hugið að loftræstingu með velferð dýra og manna í huga.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...