Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Loftræsting og hreint loft í útihúsum
Fréttir 14. mars 2016

Loftræsting og hreint loft í útihúsum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í spjalli við Guðmund Hallgrímsson sem hefur undanfarna mánuði verið að skoða með bændum býli þeirra og fara yfir úrbætur í kjölfar heimsóknar sagði hann mér að víða væri loftræstingu í útihúsum ábótavant. 
 
Við framleiðslu á mjólk og kjöti þarf að gæta hreinlætis og að loftræsting sé góð. Víða er auðvelt að gera úrbætur, rétt eins og á flestum reyklausum vinnustöðum og þeir sem reykja verða að reykja utan dyra. Af sömu sökum þarf að huga að notkun liðléttinga inni í útihúsum með velferð dýranna að leiðarljósi og lágmarka reyk frá vélum. Slæm loftræsting hlýtur að bitna á velferð dýra frá útblæstri véla jafnt sem manna sem dýra. 
 
Vantar rafmagnsliðléttinga 
 
Oft hefur komið upp í hugann hjá mér, þegar ég hef verið að skoða smávélar og tæki, að það vanti tilfinnanlega vinnuvélar inni á fóðurgöngum sem knúnar eru með rafmagni. Eitthvað virðist eins og að framleiðendur vinnuvéla leggi lítið upp úr að framleiða liðléttinga fyrir landbúnað sem knúnir eru rafmagnsmótor. Hins vegar veit ég til þess að væntanlegir eru liðléttingar frá nokkrum framleiðendum á næstunni, en á meðan notast er við bensín eða dísilknúin tæki þarf að huga vel að loftræstingu eða lofta vel út á meðan tækin eru í notkun. 
 
Lausn og hugvit 
 
Í spjalli við sölumann smávéla um rafmagnsliðléttinga veltum við fyrir okkur af hverju ekki væri meira af rafmagns­tækjum fyrir landbúnað. Þá datt okkur í hug tæki sem mikið er notað í sendiferðabílum og flutningabílum sem eru rafmagnslyftarar fyrir vörubretti. Svona lyftarar geta verið í notkun í marga klukkutíma á rafmagnshleðslunni, lyftigetan er mikil og með því að smíða á vörubretti kassa eða annað sem til þarf í þá vinnu sem vinna þarf. Með þessu er allavega hægt að losna við óhollan útblástur inni í húsunum. Eflaust má nota tæki til vinnu sem ætluð eru í aðra notkun en að fóðra skepnur, en á meðan lítið er um heilsusamleg vinnutæki á fóðurgangana þá endilega hugið að loftræstingu með velferð dýra og manna í huga.
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f