Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alls tóku níu nemar þátt í nemakeppni sem fram fór á Local Food-hátíðinni. Þeir mættu með sinn eigin eftirrétt fyrir fjóra og höfðu 30 mínútur til að setja upp á disk. Aron Davíðsson á Múlabergi fór með sigur af hólmi, en hér er Karen Harðardóttir hjá Bak
Alls tóku níu nemar þátt í nemakeppni sem fram fór á Local Food-hátíðinni. Þeir mættu með sinn eigin eftirrétt fyrir fjóra og höfðu 30 mínútur til að setja upp á disk. Aron Davíðsson á Múlabergi fór með sigur af hólmi, en hér er Karen Harðardóttir hjá Bak
Mynd / MÞÞ
Líf&Starf 3. nóvember 2015

Local food festival matarmenningarhátíð á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á sýninguna Local food í Íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðinn laugardag, en hún var liður í  matarmenningarhátíð á Norðurlandi. Tilgangur hennar var að vekja athygli á fjórðungnum og þeirri miklu matvælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, matarmenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum. 
 
Hátíðinni er ætlað að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna enda hefur áhugi aukist víða um heim á matartengdri ferðaþjónustu.
 
Stærsti einstaki viðburður hátíðarinnar var sýning sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðinn laugardag, en ætlunin er að hún verði haldin annað hvert ár og taki við sýningunni Maturinn Inn sem áður var við lýði norðan heiða.
 
Sýningin á að endurspegla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins.
 
Spennandi keppnir
 
Dagskrá sýningarinnar var fjölbreytt, en auk þess sem fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum kynntu framleiðslu sína, buðu gestum að bragða á og versla á kynningarverði voru ýmsar keppnir í gangi yfir sýningardaginn. Þannig kepptu matreiðslunemar sín á milli sem og matreiðslumeistarar, kaffiþjónar helltu upp á dýrindiskaffi og almenningi gafst einnig kostur á að spreyta sig í samlokugerð.
 
Fjölmargir fylgdust með landsliðsmanninum Garðari Kára Garðarssyni á Strikinu á Akureyri sem ásamt fleirum keppti við Steven Edwards vinningshafa í MasterChef árið 2013, en leikar fóru svo að Garðar fór með sigur af hólmi. Garðar vann einnig í keppni milli matreiðslumeistara.
 
Auk sýningarinnar voru í boði fyrirlestrar sem tengdust mat og matarmenningu, farið var í heimsóknir í matvælafyrirtæki sem vinna mat úr héraði, veitingastaðir buðu upp á matseðla þar sem matur úr héraði var í aðalhlutverki og kynntar voru gamlar íslenskar hefðir í matargerð. 

32 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...