Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lóan komin í Flóann
Mynd / Alex Máni Guðríðarson
Fréttir 28. mars 2018

Lóan komin í Flóann

Höfundur: smh

Lóan er komin samkvæmt tilkynningu sem Fuglavernd var að senda frá sér. Hún sást í Flóanum í dag og mun hún vera á tilsettum tíma. Aðeins tvisvar mun lóan hafa komið seinna en í dag; árin 1999 og 2001.

Í tilkynningu Fuglaverndar kemur fram að lóan sé einkennisfugl íslenskra móa og útbreiddur varpfugl um allt land - einnig á hálendinu. „Lóan er vaðfugl sem verpur einkum á þurrum stöðum, mólendi og grónum hraunum. Hreiðrið er opin laut milli þúfna eða á berangri, klætt með stráum.

Um helmingur af heimsstofni lóunnar verpur hér á landi, eða um 300.000 pör, svo ábyrgð okkar gagnvart þessum vorboða er mikil og nauðsynlegt að vernda búsvæði hennar.

Vetrarheimkynnin eru í Vestur Evrópu, aðallega á Írlandi en einnig í Frakklandi, Portúgal og á Spáni,“ segir í tilkynningunni.

Fuglavernd eru frjáls félagasamtök um verndun fugla og búsvæði þeirra. Fuglavernd telur um 1300 félagsmenn. Fuglavernd er aðili að samtökunum BirdLife International sem vinna að verndun fugla og náttúrusvæða í 120 löndum.

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...