Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ljótu kartöflurnar hlutu Matarsprotann 2017
Mynd / TB
Fréttir 28. nóvember 2017

Ljótu kartöflurnar hlutu Matarsprotann 2017

Fyrirtækið Ljótu kartöflurnar fengu Matarsprotann 2017 en verðlaunin, sem frumkvöðlar í matvælaframleiðslu hljóta ár hvert, veita Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn. Kartöfluflögur Ljótu kartaflanna eru framleiddar úr kartöflum sem eru stórar eða öðruvísi í laginu og ekki hentugar til sölu vegna útlits. Ljótu kartöflurnar sporna þannig við matarsóun en framleiðandinn leitar leiða við að nýta innlend aðföng í sinni framleiðslu sem stuðlar að sjálfbærni.

Hingað til hafa kartöfluflögur, og annað kartöflusnakk, ekki verið framleiddar úr innlendu hráefni í stórum stíl segir á vef Ljótu kartaflanna. „Við leitumst alltaf við að nota innlent hráefni sé það mögulegt. Kartöflurnar okkar koma frá Seljavöllum í Hornafirði sem hafa áratuga reynslu af kartöflurækt og við notum íslenskt sjávarsalt með öllum bragðtegundunum okkar.“


Viðar Reynisson er stofnandi Ljótu kartaflanna.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...