Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út
Fréttir 27. apríl 2016

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum er nýkomin út en hún er eftir Eddu Valborgu Sigurðardóttur hönnuð. 
 
Að sögn Eddu er meginmarkmið bókarinnar að sy´na börnum á öllum aldri ljósmyndir af íslenskum blómum í náttúrulegu umhverfi, þannig að þau geti þekkt blómin aftur úti í náttúrunni.
 
Edda V. Sigurðardóttur hönnuður.
Á hverri opnu í bókinni er ljósmynd af íslensku blómi sem á við þann bókstaf í stafrófinu sem stendur efst í horni blaðsíðunnar. Þar er einnig stuttur texti; vísubrot eða þula þar sem viðkomandi blóm kemur við sögu, fróðleikur um hvar blómið er helst að finna og hvenær það blómstrar. Þegar grannt er skoðað má svo finna litla blómálfa sem fela sig inni á milli blómanna. Aftast í bókinni er opna með yfirliti yfir heiti blómanna á íslensku, ensku og latínu, ásamt stuttum texta á ensku um hvert blóm og um íslenska stafrófið.
 
Hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru
 
Edda segir svo frá kveikjunni að bókinni: „Ung hafði ég gaman af umhverfi mínu og tók eftir því smáa. Ef til vill varð þessi áhugi og síðar hæfileiki til þess að ég fór í myndlistarnám og hef starfað sem teiknari og grafískur hönnuður í áratugi. Það er ómetanlegt að kunna að horfa og sjá – skilja form, liti, lögun hluta og mynstur. Með bókinni vil ég deila þessari upplifun og hafa áhrif á unga sem aldna til að njóta hins smáa í kringum okkur. Í þessari bók eru það hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru.“
 
Höfundur gefur bókina sjálfur út, með styrkjum frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og Hvítlist.
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...