Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út
Fréttir 27. apríl 2016

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum er nýkomin út en hún er eftir Eddu Valborgu Sigurðardóttur hönnuð. 
 
Að sögn Eddu er meginmarkmið bókarinnar að sy´na börnum á öllum aldri ljósmyndir af íslenskum blómum í náttúrulegu umhverfi, þannig að þau geti þekkt blómin aftur úti í náttúrunni.
 
Edda V. Sigurðardóttur hönnuður.
Á hverri opnu í bókinni er ljósmynd af íslensku blómi sem á við þann bókstaf í stafrófinu sem stendur efst í horni blaðsíðunnar. Þar er einnig stuttur texti; vísubrot eða þula þar sem viðkomandi blóm kemur við sögu, fróðleikur um hvar blómið er helst að finna og hvenær það blómstrar. Þegar grannt er skoðað má svo finna litla blómálfa sem fela sig inni á milli blómanna. Aftast í bókinni er opna með yfirliti yfir heiti blómanna á íslensku, ensku og latínu, ásamt stuttum texta á ensku um hvert blóm og um íslenska stafrófið.
 
Hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru
 
Edda segir svo frá kveikjunni að bókinni: „Ung hafði ég gaman af umhverfi mínu og tók eftir því smáa. Ef til vill varð þessi áhugi og síðar hæfileiki til þess að ég fór í myndlistarnám og hef starfað sem teiknari og grafískur hönnuður í áratugi. Það er ómetanlegt að kunna að horfa og sjá – skilja form, liti, lögun hluta og mynstur. Með bókinni vil ég deila þessari upplifun og hafa áhrif á unga sem aldna til að njóta hins smáa í kringum okkur. Í þessari bók eru það hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru.“
 
Höfundur gefur bókina sjálfur út, með styrkjum frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og Hvítlist.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...