Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Litríkar gulrætur og áhugaverð kartöfluræktun
Fréttir 16. október 2014

Litríkar gulrætur og áhugaverð kartöfluræktun

Fimmtudaginn 16. október kl. 19:30 verður fræðslukvöld á vegum Matjurtaklúbbsins haldið í Síðumúla í Reykjavík. Dagný Hermannsdóttir ætlar að segja frá leitinni að fallegustu og bestu gulrótinni.

Hún hefur sérstakt dálæti á litríku grænmeti og hefur prófað ýmis yrki af gulrótum í flestum litum regnbogans  og ætlar að sýna þau yrki sem spruttu vel í sumar og gefa gestum að smakka á þeim.

Einnig verður sagt frá spennandi kartöfluræktun af fræi. Dagný hefur nú í tvö ár ásamt Jóhönnu B. Magnúsdóttur og Jóni Þ. Guðmundssyni unnið að verkefni innan Garðyrkjufélags Íslands. Þau eru að rækta kartöflur af erlendu fræi, hvert fræ er mögulega nýtt yrki og markmiðið er að þróa ný yrki sem henta við íslenskar aðstæður. Óvenjulegar kartöflur verða til sýnis.

Fræðslufundurinn er öllum opinn og eru félagar hvattir til að taka með sér gesti.

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...