Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Fréttir 8. september 2023

Lítil hreyfing á kvótamarkaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. september síðastliðinn. Þar seldust einungis 225 þúsund lítrar af 1,4 milljón lítrum sem voru boðnir til sölu.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir óvanalegt að meira framboð sé á markaði en það sem óskað er eftir. Hann segir þetta ekki hafa gerst í langan tíma.

„Eftirspurnin er sjálfsagt minni af því að bændur binda vonir við að greitt verði fyrir umframmjólk. Svo er vaxtaumhverfið ekki að hjálpa.

Bændur eru ekki tilbúnir til að kaupa greiðslumark á þessu verði, eins og staðan er í dag,“ segir Rafn, en jafnvægisverðið endaði í 350 krónum fyrir hvern lítra. Greiðslumarkið sem óskað var eftir voru 846 þúsund lítrar, en verðið sem flestir buðu var of lágt og því gengu viðskiptin ekki eftir, nema fyrir áðurnefnda 225 þúsund lítra.

Hámarksverðið er þrefalt afurðastöðvaverð, eða 379 krónur.

Rafn segir verðið fyrir mjólkurlítrinn á tilboðsmörkuðum hingað til yfirleitt hafa verið það sama og hámarksverðið. Því sé óvanalegt að jafnvægisverðið hafi endað talsvert neðar.

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Frozen jólakjóll
26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll