Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Fréttir 8. september 2023

Lítil hreyfing á kvótamarkaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. september síðastliðinn. Þar seldust einungis 225 þúsund lítrar af 1,4 milljón lítrum sem voru boðnir til sölu.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir óvanalegt að meira framboð sé á markaði en það sem óskað er eftir. Hann segir þetta ekki hafa gerst í langan tíma.

„Eftirspurnin er sjálfsagt minni af því að bændur binda vonir við að greitt verði fyrir umframmjólk. Svo er vaxtaumhverfið ekki að hjálpa.

Bændur eru ekki tilbúnir til að kaupa greiðslumark á þessu verði, eins og staðan er í dag,“ segir Rafn, en jafnvægisverðið endaði í 350 krónum fyrir hvern lítra. Greiðslumarkið sem óskað var eftir voru 846 þúsund lítrar, en verðið sem flestir buðu var of lágt og því gengu viðskiptin ekki eftir, nema fyrir áðurnefnda 225 þúsund lítra.

Hámarksverðið er þrefalt afurðastöðvaverð, eða 379 krónur.

Rafn segir verðið fyrir mjólkurlítrinn á tilboðsmörkuðum hingað til yfirleitt hafa verið það sama og hámarksverðið. Því sé óvanalegt að jafnvægisverðið hafi endað talsvert neðar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...