Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi
Fréttir 28. október 2022

Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuleysi á Suðurlandi er nú 1,7 % og minnkaði um 0,3% frá síðasta mánuði.

Svava Júlía Jónsdóttir.

Um 300 manns eru í atvinnuleit á svæðinu sem nær frá Hornafirði í austri til Helliðsheiðarvirkjunar í suðri.

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu er 2,8%, því má segja að atvinnuleysi á Suðurlandi sé með því lægsta á landinu öllu og er búið að ná sama jafnvægi og fyrir Covid.

„Það er eitthvað að berast inn af störfum frá fyrirtækjum á Suðurlandi en þó mættu vera fleiri skráningar. Þau störf sem eru að koma inn eru flest í ferðaþjónustu, framleiðslugreinum og þjónustu,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi.

Flóttamönnum fjölgar á svæðinu

Svava Júlía segir að Vinnumálastofnun leitist ávallt við að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir almenna atvinnuleitendur, atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og flóttamenn.

Flóttamönnum hefur fjölgað talsvert á svæðinu og mun sú þróun halda áfram inn í haustið.

„Við erum við alltaf reiðubúin í samstarf við atvinnurekendur og hvetjum þá til að skrá inn starf hjá okkur í gegnum heimasíðuna okkar. Ávinningurinn er mikill á báða bóga.

Atvinnurekandi fær starfsmann, sem vill leggja sitt af mörkum og atvinnurekandinn sýnir samfélagslega ábyrgð, eykur fjölbreytileika í starfsmannahópnum og stuðlar að jákvæðari ímynd fyrirtækis,“ segir Svava Júlía.

Skylt efni: atvinnuleysi

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...