Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi
Fréttir 28. október 2022

Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuleysi á Suðurlandi er nú 1,7 % og minnkaði um 0,3% frá síðasta mánuði.

Svava Júlía Jónsdóttir.

Um 300 manns eru í atvinnuleit á svæðinu sem nær frá Hornafirði í austri til Helliðsheiðarvirkjunar í suðri.

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu er 2,8%, því má segja að atvinnuleysi á Suðurlandi sé með því lægsta á landinu öllu og er búið að ná sama jafnvægi og fyrir Covid.

„Það er eitthvað að berast inn af störfum frá fyrirtækjum á Suðurlandi en þó mættu vera fleiri skráningar. Þau störf sem eru að koma inn eru flest í ferðaþjónustu, framleiðslugreinum og þjónustu,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi.

Flóttamönnum fjölgar á svæðinu

Svava Júlía segir að Vinnumálastofnun leitist ávallt við að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir almenna atvinnuleitendur, atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og flóttamenn.

Flóttamönnum hefur fjölgað talsvert á svæðinu og mun sú þróun halda áfram inn í haustið.

„Við erum við alltaf reiðubúin í samstarf við atvinnurekendur og hvetjum þá til að skrá inn starf hjá okkur í gegnum heimasíðuna okkar. Ávinningurinn er mikill á báða bóga.

Atvinnurekandi fær starfsmann, sem vill leggja sitt af mörkum og atvinnurekandinn sýnir samfélagslega ábyrgð, eykur fjölbreytileika í starfsmannahópnum og stuðlar að jákvæðari ímynd fyrirtækis,“ segir Svava Júlía.

Skylt efni: atvinnuleysi

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...