Linda Guðmundsdóttir ráðin útibústjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði
Nýr verslunarstjóri, Linda Guðmundsdóttir, tók við útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði mánudaginn 21.september að því er fram kemur á litlahjalla.is.
Linda Guðmundsdóttir er frá Finnbogastöðum í trékyllisvík,en hefur verið á Akureyri síðastliðin tíu ár.
„Eftir að Birna Melsted hætti í lok sumars kom aðili sem ætlaði að taka við og vera í vetur,en hann fór eftir viku. Enn í millitíðinni bjargaði Margrét Jónsdóttir versluninni þar til Linda tók við,eins og hún hefur svo oft gert. Nú eru vonandi vandræðum með útibústjóra í Kaupfélaginu lokið allavega um nokkurn tíma,því Linda réði sig að minnsta í eitt ár.“
Linda er einnig tónlistarkennari við Finnbogastaðaskóla í hlutastarfi.