Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá uppboði hjá Kopenhagen Fur.
Frá uppboði hjá Kopenhagen Fur.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 10. júlí 2017

Líklegt að nokkrir loðdýrabændur bregði búi á næstu tveim árum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Verð á loðdýraskinnum hefur verið lágt í þrjú ár samfellt og rekstur búa víða erfiður. Árið 2020 ganga í gildi reglur um dýravelferð, til að uppfylla þær reglur þurfa margir loðdýrabændur að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir við stækkun búra. Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir líklegt að nokkrir bændur muni bregða búi fyrir þann tíma.
 
Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, sagði í samtali við Bændablaðið að verð fyrir loðdýraskinn hafi verið mjög lágt frá því september 2014 og mörg loðdýrabú rekin með tapi síðan þá. 
 
„Ég vona að botninum sé náð en ómögulegt er að segja nokkuð um það strax. Verð lækkaði mjög bratt í september 2014 og hefur ekki náð sér upp eftir það og hækkað og lækkað til skiptist um 5 til 10%. 
Verðið hækkaði lítillega á uppboðum í apríl en hefur lækkað aftur í sumar.“
 
Offramboð á skinnum
 
Að sögn Björns er skýringin á lágu verði offramboð á skinnum í heiminum. „Verð á skinnum voru mjög há fyrir 2014 og framleiðsla 2012–2013 gríðarlega mikil. Þau ár voru framleidd hátt í 90 milljón skinn í heiminum og verðið hríðféll í kjölfar þess. Á þessu ári er reiknað með að framleiðslan verði 54 til 55 milljón skinn og því vonum við að verð gæti hækkað að nýju.“
 
Danir framleiða allra þjóða mest af loðdýraskinnum og Kína fylgir fast á eftir. Kínverjar voru stærstu framleiðendur loðskinna í heiminum um tíma og framleiddu milli þrjátíu og fjörutíu milljón skinn á ári. Á þessu ári er talið að framleiðslan í Kína verði tæp tíu milljón skinn. Auk þess sem Pólverjar, Hollendingar og Bandaríkjamenn framleiða mikið af loðdýraskinnum. 
 
Að sögn Björns er framleiðsla hér á landi um 200 þúsund skinn í ár. 
 
Erfiður rekstur eins og er
 
Aðspurður segir Björn að reksturinn hjá mörgum loðdýrabændum hér á landi sé erfiður um þessar mundir og hafi verið það undanfarin ár. „Einhverjir geta þraukað áfram í nokkur ár til viðbótar þar sem verðið fyrir 2014 var mjög gott og lifað af því. Við vissum allir að verðið þá mundi ekki halda til lengdar og sumir lögðu til hliðar til mögru áranna. Það þolir samt enginn tap upp á 30 til 40% á ári til lengdar.“
 
Björn segist vita um nokkra loðdýrabændur sem hyggist bregða búi. „Inn í þá ákvörðun blandast einnig nýjar kröfur um vottun allra búa eftir 2020 til að fá að selja skinn á markaði. Vottunin tengist dýravelferð og til að fá þessa vottun þurfum við að leggja út í talsverðan kostnað við að stækka búrin. Annað hjá okkur er í lagi. 
 
Eldri loðdýrahús hér á landi eru hönnuð fyrir þá stærð af búrum sem eru í notkun í dag og eftir að búrin verða stækkuð verður nýting húsanna lélegri og tekjurnar því minni. 
 
Kostnaður greinarinnar vegna stækkun búranna er eitthvað á annað hundrað milljónir og margir, sérstaklega þeir eldri, treysta sér ekki út í þann kostnað,“ segir Björn. 
 
Samdráttur vegna minni frjósemi
 
Björn segist ekkert vilja spá um hvort verð fyrir loðdýraskinn muni hækka á þessu ári. „Við vitum að þrátt fyrir að ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ásetningsdýra er nokkur samdráttur í framleiðslunni vegna minnkandi frjósemi dýranna.“
 
Að sögn Björns gerist það á nokkurra ára fresti að frjósemi loðdýra í mörgum löndum minnkar á sama tíma án þess að nokkur hafi viðhlítandi skýringu á því. 
 
„Frjósemi dýranna er minni í ár á öllum Norðurlöndunum en í fyrra og það sama er að segja um dýr í Austur-Evrópu. Hér á landi virðist fæðingartíðnin vera 0,2 til 0,3 hvolpum minni en í fyrra. Í Danmörku er hún um hálfum hvolpi minni sem er um ein og hálf milljón skinna. Ástandið er líklega einna verst í Póllandi þar sem á sumum búum er ekki að fæðast nema einn hvolpur á hverja læðu. Verð gæti því hugsanlega hækkað vegna þessa.“
 
Hugsanlega hækkun á næsta ári
 
Næsta skinnauppboð verður í september og Björn á ekki von á neinni verðbreytingu þá. „Það er búið að selja megnið af ósködduðum skinnunum fyrirfram. Næsta uppboð eftir það er í febrúar 2018 og hugsanleg von um að verðið mjakist upp þá,“ segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, að lokum. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...