Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lífveruleit í Laugardalnum
Líf og starf 4. júlí 2018

Lífveruleit í Laugardalnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júlímánuði stendur gestum Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til boða að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins.

Alls konar lífverur, dýr, plöntur og sveppir hafa valið Laugardalinn sem sín heimkynni. Þá er átt við þær lífverur sem eru þar á eigin vegum, ekki plönturnar sem eru ræktaðar í Grasagarðinum eða húsdýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta eru t.d. þrestirnir í trjánum, ánamaðkarnir í moldinni, hunangsflugurnar sem suða í blómabeðunum, fíflarnir sem vaxa upp úr stéttinni og svo framvegis. Það opnast fyrir manni heill heimur þegar grannt er skoðað. Alls staðar finnur lífið sér pláss.

Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld, annað hvort í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, eða í anddyri garðskálans í Grasagarðinum. Spyrjið starfsfólkið ef þið finnið ekki spjöldin. Á spjöldunum eru nokkur einföld verkefni/viðfangsefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkrum áhugaverðum spurningum. Verkefnin henta fólki á öllum aldri.

Lífveruleitin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Grasagarðs Reykjavíkur og Reykjavík-iðandi af lífi en hið síðastnefnda er sérstakt fræðsluátak um líffræðilega fjölbreytni í borginni.
 

Skylt efni: Grasagarðurinn.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...