Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Mynd / smh
Fréttir 9. júní 2017

Lífrænn ís í Laugardalnum

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu var ísbúðin Skúbb opnuð í Laugardalnum, nánar tiltekið á Laugarásvegi 1, þar sem eingöngu er boðið upp á lífrænan ís sem gerður er frá grunni á staðnum.
 
Karl Viggó Vigfússon er eigandi ísbúðarinnar ásamt félögum sínum, Hjalta Lýðssyni, konditor og chocolatier, og Jóhanni Friðriki Haraldssyni, viðskiptafræðingi og eiganda The Laundromat café í Austurstræti. Karl Viggó var einn af stofnendum Omnom súkkulaði­gerðarinnar og er lærður konditor og chocolatier.
 
Unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni
 
Hann segir að það hafi verið ákveðið að fara alla leið með gæði hráefnisins og vinna ísinn og vörurnar algjörlega á staðnum frá grunni – og gera þannig fyrsta flokks lífrænan ís eins ferskan og mögulegt er með besta hráefni sem völ er á. „Við reynum að hafa mest lífrænt en það er vonlaust fyrst um sinn, í það minnsta að ætla að reyna að vera með lífræna vottun. Hérna á Íslandi er sumt einfaldlega betra sem ekki er lífrænt vottað og svo er annað ekki fáanlegt lífrænt vottað sem við þurfum að nota. En mjólkin verður lífrænt vottuð og hana fáum við frá BioBú,“ segir Karl Viggó – en mjólkin þaðan er upprunnin frá tveimur kúabúum; Búlandi í Austur-Landeyjum og Neðra-Hálsi í Kjós. 
 
Ekkert plast er notað á Skúbb, en þess í stað eru rör og ílát úr umhverfisvænu efni, til að mynda papparör. Vöruúrvalið verður að einhverju leyti breytilegt þó oftast verði hægt að ganga að vinsælustu ístegundunum vísum og einnig eru smákökur og kaffidrykkir í boði.
Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...