Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. september. Opin býli voru hjá fjórum framleiðendum í lífrænum búskap og einn viðburður var á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík.

Anna María útskýrir af hverju hún velur lífrænt mataræði.

Að sögn Önnu Maríu Björnsdóttur, verkefnastjóra Lífræna dagsins, gekk hátíðin mjög vel fyrir sig. „Við hjá Lífrænu Íslandi vorum á viðburðinum á Kaffi Flóru þar sem framleiðendur voru á staðnum að kynna, sýna, gefa smakk eða selja sínar vörur. Einnig voru sýnishorn frá fleiri framleiðendum. Svo var lífrænt bingó fyrir börnin og myndir til að lita.“

Nokkur erindi flutt á Kaffi Flóru

Nokkur erindi voru á viðburðinum á Kaffi Flóru. Anna María hélt erindi um Lífrænt Ísland-verkefnið, sem er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, Bændasamtakanna og VORs (Verndun og ræktun – félag um lífræna ræktun og framleiðslu) um að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Að sögn Önnu Maríu hélt Stefán Jón Hafstein, höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, erindið Vandinn við matvælakerfi heimsins. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsubók Jóhönnu – um áhrif eiturefna á heilsu og umhverfi, hélt erindið Heilsan og lífrænt mataræði. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarson, lífrænir sauðfjárbændur, héldu erindið Af hverju lífrænn sauðfjárbúskapur?

Hliðstæð verkefni

„Hliðstæð verkefni við Lífrænt Ísland eru í gangi á Norðurlöndunum og ekki að ástæðulausu. Það er gríðarlega margt sem liggur að baki þegar lífræna vottunarmerkið er á vöru sem skiptir marga neytendur máli, en ekki allir eru meðvitaðir um. Markmið Lífræna dagsins er að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi og leyfa almenningi að kynnast þessu betur, hitta framleiðendur, fá að smakka afurðir en einnig heyra hvaða máli þetta skiptir fyrir jörðina, umhverfið og jafnvel heilsu okkar,“ segir Anna María.

Meira verður fjallað um lífræna daginn í næsta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...