Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lífræni dagurinn á Sólheimum
Fréttir 31. júlí 2014

Lífræni dagurinn á Sólheimum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nú líður að lokum menningarveislu Sólheima og verður lokadagur hátíðarinnar laugardaginn 9. ágúst og að venju endar veislan með hátíð. Hefðirnar eru nokkrar þennan dag og yfirleitt er gestafjöldi talsverður enda mikið að sjá, upplifa og heyra.

Þennan dag verður verður lífræni dagurinn haldinn en þar verður uppskera og framleiðsla Sólheima til sölu og smökkunar ásamt því að aðrir framleiðendur á lífrænum afurðum kynna sína framleiðslu.

Að vanda ljúka Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson menningarveislunni með tónleikum í Sólheimakirkju kl.14:00 og er venjulega fullt út úr dyrum þegar þessir snillingar mæta með einstaka gleði í farteskinu. Aðgangur á tónleikana, rétt eins og alla aðra viðburði, er ókeypis.

Í Tröllagarði verður varðeldur og söngur ásamt því verður boðið uppá grænmetissúpu af hlóðum og brauð úr bakaríi Sólheima. Fyrir utan kaffihúsið verða leikir fyrir börn á öllum aldri og í sundlauginni.
Skátar í Skátafélagi Sólheima aðstoða.

Reynir Pétur heilsar upp á gesti og gangandi og gefur lífrænt grænmetismakk.
Tilboð verður á fjölmörgum tegundum lífrænna trjáa, blóma, kryddjurta og grænmetis.

Í versluninni Völu og Tröllagarði verða lífrænar vörur til sölu m.a. frá Matvinnslu Sólheima, Hæðarenda, Móðir Jörð, Bíóbú og Græna hlekknum.

Þennan dag eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar sem voru settar upp fyrir menningarveisluna en þær opna klukkan 12:00 og loka klukkan 18:00.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...