Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífræni dagurinn á Sólheimum
Fréttir 31. júlí 2014

Lífræni dagurinn á Sólheimum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nú líður að lokum menningarveislu Sólheima og verður lokadagur hátíðarinnar laugardaginn 9. ágúst og að venju endar veislan með hátíð. Hefðirnar eru nokkrar þennan dag og yfirleitt er gestafjöldi talsverður enda mikið að sjá, upplifa og heyra.

Þennan dag verður verður lífræni dagurinn haldinn en þar verður uppskera og framleiðsla Sólheima til sölu og smökkunar ásamt því að aðrir framleiðendur á lífrænum afurðum kynna sína framleiðslu.

Að vanda ljúka Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson menningarveislunni með tónleikum í Sólheimakirkju kl.14:00 og er venjulega fullt út úr dyrum þegar þessir snillingar mæta með einstaka gleði í farteskinu. Aðgangur á tónleikana, rétt eins og alla aðra viðburði, er ókeypis.

Í Tröllagarði verður varðeldur og söngur ásamt því verður boðið uppá grænmetissúpu af hlóðum og brauð úr bakaríi Sólheima. Fyrir utan kaffihúsið verða leikir fyrir börn á öllum aldri og í sundlauginni.
Skátar í Skátafélagi Sólheima aðstoða.

Reynir Pétur heilsar upp á gesti og gangandi og gefur lífrænt grænmetismakk.
Tilboð verður á fjölmörgum tegundum lífrænna trjáa, blóma, kryddjurta og grænmetis.

Í versluninni Völu og Tröllagarði verða lífrænar vörur til sölu m.a. frá Matvinnslu Sólheima, Hæðarenda, Móðir Jörð, Bíóbú og Græna hlekknum.

Þennan dag eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar sem voru settar upp fyrir menningarveisluna en þær opna klukkan 12:00 og loka klukkan 18:00.
 

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...