Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lífræni dagurinn á Sólheimum
Fréttir 31. júlí 2014

Lífræni dagurinn á Sólheimum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nú líður að lokum menningarveislu Sólheima og verður lokadagur hátíðarinnar laugardaginn 9. ágúst og að venju endar veislan með hátíð. Hefðirnar eru nokkrar þennan dag og yfirleitt er gestafjöldi talsverður enda mikið að sjá, upplifa og heyra.

Þennan dag verður verður lífræni dagurinn haldinn en þar verður uppskera og framleiðsla Sólheima til sölu og smökkunar ásamt því að aðrir framleiðendur á lífrænum afurðum kynna sína framleiðslu.

Að vanda ljúka Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson menningarveislunni með tónleikum í Sólheimakirkju kl.14:00 og er venjulega fullt út úr dyrum þegar þessir snillingar mæta með einstaka gleði í farteskinu. Aðgangur á tónleikana, rétt eins og alla aðra viðburði, er ókeypis.

Í Tröllagarði verður varðeldur og söngur ásamt því verður boðið uppá grænmetissúpu af hlóðum og brauð úr bakaríi Sólheima. Fyrir utan kaffihúsið verða leikir fyrir börn á öllum aldri og í sundlauginni.
Skátar í Skátafélagi Sólheima aðstoða.

Reynir Pétur heilsar upp á gesti og gangandi og gefur lífrænt grænmetismakk.
Tilboð verður á fjölmörgum tegundum lífrænna trjáa, blóma, kryddjurta og grænmetis.

Í versluninni Völu og Tröllagarði verða lífrænar vörur til sölu m.a. frá Matvinnslu Sólheima, Hæðarenda, Móðir Jörð, Bíóbú og Græna hlekknum.

Þennan dag eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar sem voru settar upp fyrir menningarveisluna en þær opna klukkan 12:00 og loka klukkan 18:00.
 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...