Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lífræni dagurinn á Sólheimum
Fréttir 31. júlí 2014

Lífræni dagurinn á Sólheimum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nú líður að lokum menningarveislu Sólheima og verður lokadagur hátíðarinnar laugardaginn 9. ágúst og að venju endar veislan með hátíð. Hefðirnar eru nokkrar þennan dag og yfirleitt er gestafjöldi talsverður enda mikið að sjá, upplifa og heyra.

Þennan dag verður verður lífræni dagurinn haldinn en þar verður uppskera og framleiðsla Sólheima til sölu og smökkunar ásamt því að aðrir framleiðendur á lífrænum afurðum kynna sína framleiðslu.

Að vanda ljúka Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson menningarveislunni með tónleikum í Sólheimakirkju kl.14:00 og er venjulega fullt út úr dyrum þegar þessir snillingar mæta með einstaka gleði í farteskinu. Aðgangur á tónleikana, rétt eins og alla aðra viðburði, er ókeypis.

Í Tröllagarði verður varðeldur og söngur ásamt því verður boðið uppá grænmetissúpu af hlóðum og brauð úr bakaríi Sólheima. Fyrir utan kaffihúsið verða leikir fyrir börn á öllum aldri og í sundlauginni.
Skátar í Skátafélagi Sólheima aðstoða.

Reynir Pétur heilsar upp á gesti og gangandi og gefur lífrænt grænmetismakk.
Tilboð verður á fjölmörgum tegundum lífrænna trjáa, blóma, kryddjurta og grænmetis.

Í versluninni Völu og Tröllagarði verða lífrænar vörur til sölu m.a. frá Matvinnslu Sólheima, Hæðarenda, Móðir Jörð, Bíóbú og Græna hlekknum.

Þennan dag eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar sem voru settar upp fyrir menningarveisluna en þær opna klukkan 12:00 og loka klukkan 18:00.
 

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...