Lífræni dagurinn 16. september 2023
Fréttir 13. september 2023

Lífræni dagurinn 16. september 2023

Höfundur: Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri lífræna dagsins 2023

Lífrænt Ísland og VOR (félag um lífræna framleiðslu) standa fyrir lífræna deginum í ár líkt og í fyrra þegar hann var haldinn í fyrsta sinn.

Einn viðburður verður á höfuðborgarsvæðinu á Kaffi Flóru í Grasagarðinum, laugardaginn 16. september, á milli klukkan 13–17. Fjögur býli víðs vegar um landið munu á sama tíma opna sín býli fyrir gestum og gangandi. Kaffi Flóra ætlar í samstarfi við Lífrænt Ísland að bjóða upp á rétti byggða nær alfarið á lífrænum íslenskum hráefnum. Það verður því hægt að kaupa sér dýrindis lífrænan íslenskan mat þennan dag á Kaffi Flóru, hitta lífræna bændur og framleiðendur og fræðast um lífræna ræktun. Á þessum fjórum lífrænu býlum sem opna hjá sér þennan dag geta gestir séð, smakkað og heyrt hvað lífrænir bændur eru að vinna að. Einhverjar uppákomur verða yfir daginn, leikir fyrir börn og jafnvel alla fjölskylduna.

Lífræni dagurinn var stofnaður í fyrra, 18. september 2022, og var haldinn á Neðri-Háls í Kjós í Hvalfirði hjá Kristjáni Oddssyni og Dóru Ruf, sem eru frumkvöðlar í lífrænum kúabúskap og framleiðslu mjólkurvara. Að baki fyrsta lífræna deginum stóðu Anna María Björnsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Tumi Bjartur Valdimarsson í samstarfi við VOR. Jóhanna Vilhjálmsdóttir hefur skrifað bók um áhrif eiturefna í umhverfi á heilsu en lífrænn matur er ein leið til að forðast eiturefnaleifar í mat. Tumi Bjartur er kvikmyndagerðarmaður og lífrænn neytandi. Anna María er lífrænn neytandi, kvikmyndagerðarkona og er nú gengin til liðs við Lífrænt Ísland sem verkefnastjóri Lífræna dagsins 2023.Okkur langaði að gera eitthvað til að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi en aðeins eru um 30 lífrænir bændur og framleiðendur á Íslandi af um 3000. Í fyrra var þetta boðsviðburður og takmarkaður fjöldi sem hægt var að bjóða. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heiðraði okkur með nærveru sinni og í ræðu hennar tilkynnti hún að hún hefði nýlokið undirritun á samningi um gerð tillögu að aðgerðaáætlun fyrir lífræna ræktun á Íslandi. Þessi litli viðburður breyttist því í sögulegan viðburð fyrir lífræna ræktun á Íslandi en lífrænir framleiðendur hafa margir beðið eftir þessu í áratugi.

Markmiðið var að bjóða í lífræna matarveislu þar sem matreitt var eingöngu úr lífrænum íslenskum hráefnum. Sólveig Eiríksdóttir og Gunnhildur Emilsdóttir sáu um eldamennskuna með dyggri aðstoð frá Kolbrúnu Björnsdóttur, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Anne-Mette Heltborg Poulsen. Maturinn þennan dag var stórfenglega gómsætur og nokkrir höfðu á orði að þetta væri besti matur sem þau höfðu smakkað um ævina. Markmiðið okkar var að ganga eins langt og hægt væri í að nota lífrænt vottuð hráefni af íslenskum uppruna og enduðum við í um 95%. Einungis sítrónur, smjör og þurrkrydd var ekki hægt að fá lífrænt vottuð og íslensk. Hin gullna danska leið var því farin en í Danmörku fá mötuneyti og veitingastaðir sem eru með 95% hráefnanna lífrænt vottuð sérstakt gullmerki sem er mikill gæðastimpill.

Það var ótrúlega gaman að sjá hvað hægt var að töfra fram fjölbreyttan mat úr lífrænum íslenskum hráefnum og hlökkum við til að endurtaka leikinn á lífræna deginum í ár. Á Íslandi er m.a. verið að rækta og framleiða lífrænar íslenskar kartöflur, gulrætur, rófur, fjölbreytt úrval af grænmeti, káli, salati, tómötum, gúrkur, mjólk, ost, jógúrt, gríska jógúrt, bygg, heilhveiti, repjuolíu, kex, sultur, chutney, súrkál, grænmetisborgara og grænmetisbuff, hnetusteikur, falafel, súpur, kökur, nautakjöt og lambakjöt, egg en einnig fleira eins og snyrtivörur.

Allir eru velkomnir á Kaffi Flóru laugardaginn 16. september kl. 13–17 eða á lífrænu býlin víðs vegar um landið á sama tíma.

Einnig er kjörið að halda upp á lífræna daginn með því að elda heima hjá sér úr lífrænum íslenskum hráefnum þennan dag og stuðla þannig að útbreiðslu lífræns landbúnaðar á Íslandi. www.lifraentisland.is

Skylt efni: Lífrænt Ísland

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...