Lífland lækkar fóðurverð
Nú um mánaðarmótin lækkar Lífland verð á kjarnfóðri um 1-1,5%, mismikið eftir tegundum. Lækkunin nú skýrist fyrst og fremst af styrkingu krónunnar frá síðustu verðlækkun Líflands.
Í tilkynningu Líflands kemur fram að þessar lækkanir séu liður í virkri vöktun félagsins á markaðsaðstæðum og í þeirri stefnu að viðskiptavinir njóti verðþróunar hráefna eins og kostur er.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Elfar Þrastarson, framkvæmdarstjóri sölusviðs.
Uppfærða kjarnfóðurverðskrá Líflands er að finna hér.