Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leyfisveitingar vegna innflutnings  á landbúnaðarvörum
Fréttir 12. ágúst 2015

Leyfisveitingar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum

Í lok júní samþykkti Alþingi breyt­ingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Lögunum er m.a. ætlað að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins en óheimilt er að flytja inn ákveðnar landbúnaðarvörur nema með sérstöku leyfi. Matvælastofnun mun framvegis sinna þessum leyfisveitingum.
 
Fyrir fyrrgreinda lagabreytingu gaf sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráð­herra út leyfi til innflutnings og þurftu umsækjendur að sækja um leyfi til innflutnings til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á neðangreindum vörum til Matvælastofnunar:
  • Hráar og lítt saltaðar sláturaf­urðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði.
  • Kjötmjöl, beinamjöl, blóðmjöl og fitu sem fellur til við vinnslu þessara efna.
  • Hey og hálm.
  • Hvers konar notaðar umbúðir, reiðtygi, vélar, tæki, áhöld og annað sem hefur verið í snert­ingu við dýr, dýraafurðir og dýraúrgang.
  • Hvers konar notaðan búnað til stangveiða.
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...